Hversvegna ekki í gæsluvarðhaldi?

FinnurOlafurVið vitum hverjir bera ábyrgðina á Kaupþing sukkinu. Þegar uppræta þarf spillingu þarf að uppræta haus mafíunnar.

Kaupþing svindlið var hugarsmíð Finns Ingólfssonar og Ólafs Ólafssonar. Þeir eru tvíhöfðinn á þessari mafíu. Hversvegna eru ekki þessir menn sóttir? 

Þessi kattargangur í kringum heitan graut er að verða hlægilegur. Skiptum um menn hjá Ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirliti, öllum þessum stofnunum. Út með þetta spillingarpakk, þessar strengjabrúður sem kunna ekki annað en mafíósadans Íslenskrar pólítíkur.

Þegar pólitíska mafían vildi mig burt, tók það Ríkislögreglustjórann innan við 4 klukkustundir að sækja mig í gæsluvarðhald. Fyrir engar sakir. Það eitt að ég deildi á pólitíska skúrka. En landráðamenn eru látnir ganga lausir og komast upp með að stela hér öllu steini léttara.


mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þegar stórt er spurt virðist erfitt að finna svör.  Þolinmæði þjóðarinar mun bresta. Vonandi tekst að koma þessari spillingu frá völdum án ofbeldis.  Megi friðurinn fylgja þér og þessari þjóð.

Offari, 29.12.2008 kl. 13:00

2 identicon

það þarf byltingu í landinu, það þarf að tryggja að allt það ófremdarlið spillingar, eiginhagsmunasemi og einkavinamannleysur sem hafa ráðið ríkjum, ráðskast og mergsogið ríkisbudduna það fari frá og verði látið svara til saka, það á að fangelsa þetta lið allt og umfram allt tryggja að það fari frá völdum og komist aldrei aftur til áhrifa eða neinn á þeirra vegum.

erum við komin af víkingum eða erum við enn bara þrælar og dusilmenni? ,, byltingu og það strax, út með þetta hyski og fáum erlenda aðila til að rannsaka spillinguna og gera þessi mál öll algerlega gegnsæ og koma á hreint með það að menn þurfi að sæta ábyrgð og sitja af sér þá glæpi sem þeir hafa framið gagnvart þjóðinni.

bermudaskal (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband