Getur Hreinn Loftsson líka allt?

Dugleg stelpa. Aðdáunarvert hjá Dóru Hrund, hlakka til að lesa viðtalið við hana á aðfangadag.
En vonum að þessi frambærilega unga kona feti ekki í fótspor spillingargrísanna Hreins Loftssonar og félaga. Við þurfum að afhjúpa vinnubrögð slíkra manna svo ungviðið láti ekki glepjast eins og hinn bláeygði og reynslultili lærisveinn Hreins, Gunnar Ingi Jóhannsson hdl hjá Lögmönnum Höfðabakka, en þaðan virðist morgunleikfimi huldumanna í fjölmiðlum stjórnað.

mbl.is Stelpan sem getur allt
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég skil ekki tengingu þessarar stúlku við Hrein Loftsson og Gunnar Inga Jóhannsson.

Offari, 23.12.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Tengingin er augljós í greininni. Stúlkan er sögð geta allt, Hreinn Loftsson og félagar virðast einnig geta allt þegar kemur að ritstýringu fjölmiðlanna. Áttu eitthvað erfitt með Íslenskuna, mér sýnis á myndinni af þér að þú sért eitthver óvættur úr öðrum heimi.

Ástþór Magnússon Wium, 23.12.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ég spái því að það verði búið að úthýsa þér af Moggablogginu fyrir áramót.

Þorvaldur Guðmundsson, 23.12.2008 kl. 16:03

4 identicon

Ástþór, ég hef alltaf haldið að þú værir fífl og fáviti með óraunhæf markmið eins og að verða puntdúkka á Bessastöðum. En eftir að þú hófst krossferð þína gegn Dv og málefnin.com, þá hefur þú vaxið í mínum augum. Þú ert á þessum síðustu og verstu tímum holdgerfingur þeirra þrjósku hetja sem fyrir þúsund árum riðu um héruð og létu frekar drepa sig en afneita sannfæringu sinni. Ég vona reyndar að enginn meiði þig og að þú haldir áfram baráttu þinni gegn spillingu og því alræðisvaldi sem ríkir á þessu landi.

Með þessu kommenti ét ég líka allt ofan í mig sem ég hef látið (hafi ég gert það einhverntímann) um þig falla síðustu 12 árin. Ég styð þig héðan í fram heilshugar í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Sérstaklega ef það er eins og síðustu daga, að hryssta upp í þessum ómerkilegu rottum sem stýra almenningsáliti hér á landi með lygum og róg.

Ég óska þér gleðilegra jóla og velfarnaðra á komandi ári. Og ég veit að þú munt bera sigur úr býtum í átökum þínum við þá sorpfeðga á DV. Svo getur þú þegar því lýkur hjólað í Seðlabankastjóra, það verður slagur sem þú munnt vinna, þótt að eflaust það muni taka ár eða áratugi.

Ég yrði ekki hissa þótt að í kjölfari þessarar atlögu þinnar að DV (sem er háð til þess að vernda lýðveldi og prenntfrelsi) að ráðamenn fara að hætta að líta á þig sem meinlausan rugludall og fari þess í stað að óttast þig sem stjórnmálaafl.

Lifðu heill.

Thorinn (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 19:35

5 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Hippókrates, það blundar engin heift í mér. Ég er alveg jafn yfirvegaður og áður þótt ég noti sterk orð til að grafa ofanaf spillingunni.

Kannski ertu að falla í sömu gryfjuna og margir með Gandhi eins og skrifaði um hér á dögunum í tengslum við mótmælendur. Fólk er upp til hópa búið að gleyma þeirri sögu að að hann þurfti virkilega að hrista upp í hlutunum til að ná árangri. Nú áratugum síðar finnst fólki eins og hann hafi bara gert þetta með hugarorkunni einni saman.

Það eru komin meira en 12 ár síðan ég var fyrst í forsetaframboði, og fólk líklegast upp til hópa búið að gleyma því sem ég sagði þá, en þá talaði ég um að Íslenskt samfélag væri í klónum á einhverju huldumönnum sem væru að arðræna þjóðina, og ef við ekki myndum spyrna myndi efnahagskerfi okkar hrynja sem hefur nú gerst.

Ástþór Magnússon Wium, 23.12.2008 kl. 20:44

6 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þorvaldur, ertu að meina þegar eða ef Jón Ásgeir í gegnum strengjabrúðuna Hrein Loftsson er kominn til valda hjá Árvakri? Auðvitað er von á öllu ef það gerist.

Ástþór Magnússon Wium, 23.12.2008 kl. 20:45

7 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Það sem ég sagði um nafnleysingjarottur eða eitthvað álíka, var ekki meint endilega um alla sem skrifa undir dulnefni. Innan þeirra raða finnast að sjálfsögðu hinir ágætustu og málefnalegu pennar. Hinsvegar er það sorglegt og eyðileggur þennan möguleika á nafnleysi, að á vefnum DV-malefnin.com að finna fjölda allan af óheiðarlegum moldvörpum sem þetta viðefni á við. Það getur vel hugsast að margar þessar ritrottur séu einn og sami eintaklingurinn, því á DV-malefnin.com segjast sumar rotturnar vera með allt uppí 100 notendanöfn.

Ástþór Magnússon Wium, 23.12.2008 kl. 22:14

8 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ég sá innslag um þetta á vefnum malefnin.com frá einum þeirra. Þú gætir reynt að leita þar að 100 notendanöfn til að finna greinina Ástæðan er líklegast til að skekkja lýðræðislega umræðu, setja inn fleiri innslög með árásum á menn og málefni, jafnvel eiga samræður við sjálfan sig og þannig gefa þá ímynd að stór hópur sé með einhverja vissa skoðun. Hugsanlegt er að þetta sé ekki gert í frítíma, heldur í vinnutíma hjá huldumönnum sem vilja stjórna umræðunni hér.

Ástþór Magnússon Wium, 23.12.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband