23.12.2008 | 13:41
Fjarlægt að kröfu Hreins Loftssonar?
Ég skrifaði grein hér http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/752789/
um hinn unga, bláeygða og reynslulitla lærisvein Hreins Loftssonar, Gunnar Inga Jóhannsson hdl, með áskorun á Ríkislögreglustjórann nú þegar efnahagsbrotadeildin er efld, að lögreglan rannsaki fimleika Hreins Loftssonar í kringum DV eignaraðildina. Mér sýnist að Morgunblaðið hafi fjarlægt bloggið af fréttinni og hef því sent þeim eftirfarandi beiðni: "Hversvegna er bloggtengingin við fréttina horfin? Hafði einhver samband við ykkur út af þessu? Ef svo hver hafði samband við ykkur? Er eitthvað athugavert við grein mina? Hversvegna hef ég ekki verið látinn vita ef fjarlægð er blog tenging mín við frétt?" Hér er greinin sem ég skrifaði um lærisvein Hreins Loftssonar.
Þetta svar var að berast frá Morgunblaðinu: "Sæll Ástþór,Sá möguleiki að tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt hefur verið fyrirhendi frá apríl 2007. Þessi möguleiki er hugsaður sem tæki fyrir blogsamfélagiðsjálft að vega og meta gæði tengina við fréttir hverju sinni. Þegar ákveðinn fjöldi bloggara hefur sent inn slíka kvörtun dettur tenginginút. Þetta er sambærilegur möguleiki og þekkist á helstu vefsamfélögum heims,s.s. Youtube og Facebook.
Ég vona að þetta svari spurningum þínum.Kveðja, Ólafur Örn Nielsen"
Líklegast hefur Hreinn Loftsson fengið í buxurnar á þessum síðasta degi fyrir jól við að sjá skúbbið afhjúpað. Ef Ólafur hjá mbl.is skýrir satt og rétt frá, og skýringin sé ekki sú að Hreinar fjárfestingarkrumlurnar séu þegar farnar að segja til sín á Morgunblaðinu, þá hlýtur Hreinn að hafa hlaupið upp til handa og fóta í miklum loftköstum og á örfáum mínútum skipað starfsmönnum lögfræðistofu sinnar, sorpblaðamönnunum á DV og jafnvel starfsmönnum í öðrum Baugs tengdum fyrirtækjum, að göslast nú með snarhasti inná mbl.is og kvarta yfir því að mér vogist að orða umræddan Hrein við eitthvað skítugt. Eins og moldvörpurnar á fjölmiðlaræsinu DV-malefnin.com hafa þeir verið fljótir til að reyna að ritstýra vef Morgunblaðsins.
Ég bíð spenntur eftir að Hreinn hlaupi nú til og gefi út á mig stefnu svo við getum tekist á um þessi mál, sorpritið DV og rottuvefinn DV-malefnin.com sem þeir Hreinn Loftsson og félagar halda úti, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.