DV hvetur til ofbeldis gegn alþingismönnum

dvofbeldi_755331.gifSorpritið DV fer mikinn á vefsíðum sínum dv.is og malefnin.com og hvetur nú til ofbeldis gegn alþingismönnum.

Eins og fíklar sem sífellt sækja í sterkari efni, nægir sorpritstjórum DV ekki lengur mannorðsmorðin og það að spinna lygavefi sína á síðum blaðsins, nú eru þeir byrjaðir að hvetja þjóðina til ofbeldis að hætti Bin Laden. 

Sjáið myndina hér til hliðar sem sýnir hluta af vef DV, undir myndinni af DV blaðforsíðunni er undirstrikuð fyrirsögn: "Strákar kastið skóm í stjórnmálamenn"

Hve lengi á þetta skítseyði Íslenskrar fjölmiðlunar DV, að vaða hér uppi með ærumeiðingar, upplognar sakir og ofbeldishótanir?

Ég er búinn að senda 3 kærur til lögreglunnar s.l. viku vegna slíkra brota DV á öllu velsæmi svo ekki sé minnst á fleiri greinar almennra hegningarlaga sem þeir hafa ítrekað þverbrotið.

Kynnið ykkur kærurnar hér: Kæra 1, Kæra 2, Kæra 3

Og hér má heyra símtal sem lýsir innræti sorpristjóra sem segir það "heiður" að birta upplognar sakir og ærumeiðingar á fólk.

Önnur áhugaverð fyrirsögn er þarna á DV vefnum: "Hverjir brutu lög og fara í fangelsi?".  Það sem vantar í þessa umfjöllun eru nöfn sorpritstjóranna á DV sem væru betur geymdir undir eftirliti Margrétar Frímannsdóttur á Litla Hrauni sem gæti kannski haft eftirlit með ritstjórn þeirra á súrmjólkuppskriftum fyrir meðfanga sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

DV og Útvarp Saga eru ákaflega samrýmd enda sami fjárhagslegi bakhjarl. Mér barst eftirfarandi:

Mannvitið í bagga bundið

í bögu,

sjaldan sést í þverböggum

á Sögu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.12.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Mér er ekki kunnugt um að Útvarp Saga hafi hvatt til ofbeldis eins og DV gerði í morgun. En ég get verið sammála þér um að huldumaðurinn á bakvið alla frjálsu fjölmiðlana, eða nánast alla, er einn og sami maðurinn.

Ástþór Magnússon Wium, 23.12.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Líklega hlustar þú ekki á Sögu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.12.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband