Gandhi sveltir svínið

Á bloggi Evu Hauksdóttur rignir yfir hana ádeilum vegna mótmælanna "Sveltum svínið" gegn Baugsveldinu á Þorláksmessu.

Ef hægt væri að mótmæla í kyrrþey, þá er ég viss um að Eva myndi gera það. En sannleikurinn er því miður sá að mótmæli virka ekki nema þau valdi óþægindum fyrir einhverja. Þannig var það líka með mótmæli Gandhi sem sumir hafa vísað til hér. Honum var meira að segja stungið í fangelsi í fleiri ár fyrir að leiða mótmælin gegn salt skattinum sem Bretar settu á Indland.

Ef við viljum uppræta spillinguna þá er það eins og að uppræta illgresi úr garðinum okkar. Það skilur eftir sár í stuttan tíma en síðan getur nýtt og betra vaxið úr breyttum jarðvegi. Það voru einnig ómæld sár eftir mótmæli Gandhi, umferð var trufluð, fjöldi mótmælenda slasaðist og meira en 100,000 handteknir. Mér finnst fólk alltof fljótt að gleyma hvað gekk á þarna og bara sjá þetta í einhverju "englaryki" eins og Gandhi hafi náð fram breytingum og réttlæti með hugleiðslu einni saman.

Ég hef engan séð mæla fyrir því að brjóta rúður i Bónus á Þorláksmessu. Varhugavert er að taka einsdæmi um rúðubrot sem gerðist einhverntíman hjá einhverjum í hita leiksins, og yfirfæra það yfir á allar mótælaaðgerðir þessa hóps. Mér finnst slíkur málflutningur frekar lýsa innistæðulausum útrásarvíkingum en almenningi í landinu. 

Mótmælin "Sveltum svínið" sýnist mér ágæt hugmynd. Eins og þetta er kynnt er um að ræða friðsöm og hógvær mótmæli.  Þeir sem eru að agnúast út í þetta ættu að velta því fyrir sér að fólk gæti í raun gengið mun lengra því sumum finnst þessir aðilar hafa stolið af þjóðinni og gert marga að öreigum með útsmognum blekkingarvef. Á þá fólk hugsanlega rétt á að "skuldajafna"? Ef þjóðin á slíkan rétt gegn Bónus, getur fólk þá sótt sínar jólavörur í Bónus og í stað þess að borga enn meira til þessara manna, einfaldlega skilið eftir kvittun fyrir skuldajöfnun?

En gleymið ekki Baugsmiðlinum DV. Sá slúðurberi á ekki heima í söluhillum Bónus. Sorpritið á heima í ruslinu. Ég mun klappa fyrir hverjum þeim sem aðstoðar við að hreinsa þennan óþverra úr hillum verslana.


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband