Klúðrið er algert

Strax við bankahrunið hafði ég samband við stjórnarþingmann bað hann um að útvega okkur umboð frá ríkisstjórninni til að fara saman erlendis og sækja heim helstu fjármálafrömuði heims, m.a. þá George Soros og Warren Buffet. Ég vildi fá þessa aðila sem ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og til að aðstoða við endurskipulagningu bankanna. ÉG VARAÐI ÞINGMANNINN MJÖG STERKLEGA VIÐ ÞVÍ AÐ RÍKISVÆÐA BANKANA ÁN ERLENDRAR ÞÁTTTÖKU. ÉG SAGÐI HONUM AÐ EF ÞAÐ YRÐI GERT MYNDI SLÍKT HAFA ALVARLEGAR OG ÓFYRIRSJÁANLEGAR AFLEIÐINGAR FYRIR ÞJÓÐINA.

Enginn áhugi reyndist hjá ríkisstjórninni að nota mín sambönd erlendis til hjálpar. Þeir sögðust geta gert þetta sjálfir hjálparlaust! Síðan ríkisvæddu bankana án erlendrar þátttöku þvert á hin góðu ráð og steyptu þannig þjóðinni í miklu dýpri bankakrísu. Nú situr þjóðin uppi með handónýta ríkisbanka, sem njóta engrar viðskiptavildar erlendis og sem eru tæknilega gjaldþrota eins og þeir fyrri.

Geir Haarde á að biðjast lausnar fyrir sig og sína ríkisstjórn án tafar. Hann á að biðja forseta Íslands að skipa utanþingsstjórn sérfræðinga til að leiða "björgunarleiðangurinn" fram yfir kosningar.


mbl.is Röng forgangsröðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband