Athyglisvert

Athyglisvert sem kemur fram hjá Birni Bjarnasyni:
"Hluti af samkeppni er að koma keppinaut á óvart með auglýsingu. Eigi keppinauturinn hins vegar auglýsingamiðilinn veit hann, hvað er auglýst, áður en það birtist almenningi og getur svarað keppinauti sínum samtímis, til dæmis með því að lækka verð meira í auglýsingu í sama tölublaði dagblaðs, eða jafnvel fyrir útgáfu blaðsins. Sjónarmið af þessu tagi hafa verið kynnt þingmönnum og til að bregðast við því, að ekki sé unnt að nýta aðstöðu af þessu tagi er óhjákvæmilegt að huga að eignarhaldi - stærsti smásöluaðili landsins hafi til dæmis ekki undirtök í fjölmiðlum."

Fjölmiðlalög þarf að setja strax. Einnig að rannsaka öll gögn þeirra fyrirtækja sem eiga fjölmiðlana í dag. Uppá borðið með fundargerðir og annað. Setjið neyðarlög til að fá allt lagt á borðið. Skipið rannsóknarnefnd sem kallar á stjórnendur fjölmiðla til viðtals og krefjist upplýsinga frá ritstjóra DV um hver hafði í hótunum við hann. Hver það var sem hótaði að stöðva prentun blaðsins. Nauðsynlegt er að kafa rækilega ofaní þessi mál áður en fjölmiðlalög eru sett svo menn geti smíðað lagarammann af einhverju viti.


mbl.is Björn: Baugsmiðlar og auglýsingamarkaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband