18.12.2008 | 18:43
DV hleypur í felur
Nú eftir hádegið hvarf DV merkið af nafnleysingja slúðurberanum DV malefnin.com.
36,200 ummæli hafa birst um mig á þessum vef þar á meðal þúsundir ærumeiðinga, upplognar sakir og ofbeldishótanir. Í vikunni hef ég sent 2 kærur til lögreglunnar (sjá fyrri greinar hér) og bað Blaðamannafélag Íslands um álit á vinnubrögðum þessarar útgáfu sem staðið er að undir leynilegu dulnefni.
Meira segja stjórnendur vefsins starfa undir dulnefni til að "vernda sig og sínar fjölskyldur frá heimi málefnin.com" eins og þeir skýra frá sjálfir á vefnum. Þeim stendur hinsvegar nákvæmlega á sama hvort fórnarlömb þeirra eru nafngreind að fullu, þeim finnst ekkert að því að því að gefa út veiðileyfi á mig og mína fjölskyldu með óhróðri og ofbeldishvatningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.