Sannleikann á borðið!

dv400pÞetta er nú meiri kattarþvotturinn. Þjóðin býður þess að Reynir Traustason geri hreint fyrir sínum dyrum og skýri frá því hver það var sem þrýsti á hann. Á meðan Reynir neitar að skýra frá sannleikanum í þessu máli er hann að hafa þjóðina að fíflum.

Manninum virðist ómögulegt að skilja hver skylda ábyrgra blaðamanna er. Trúverðugleikinn snýst ekkert um þennan greinarstúf um litla eða "stórasta" manninn í Landsbankanum. Þetta snýst um það að Reynir Traustason hefur lagst flatur í ræsi sorpritsins með lygum og undirferli.

Þetta samtal mitt er enn frekari vitninsburður um skítlegt eðlið (úr orðasafni forseta Íslands) sem DV og sorpritstjórinn hafa að leiðarljósi í umfjöllun sinni um menn og málefni. Þar segir hann það "heiður" að bera út um mig rógburð og lygar.

Aðstandendur DV hafa svo rækilega rekið líkkistunaglana í trúverðugleika blaðsins að þeir ættu að sjá sóma sinn í að hætta útgáfu þessarar afturgöngu læriföðursins Jónasar Kristjánssonar sem hrökklaðist þaðan eftir að einstaklingur framdi sjálfsmorð í kjölfar fréttar í blaðinu. Atburðurinn gekk gersamlega fram af þjóðinni.

Þeir sem hafa orðið fyrir ómaklegu aðkasti DV og aðstandendur þeirra ættu að mæta á ritstjórnarskrifstofu DV og reka sína líkkistunagla í framhurðina. Sýna þannig með táknrænum hætti að nóg sé komið. Ég þyrfti meira en 40 nagla fyrir allan þann óhróður og upplognu sakir sem þeir hafa birt um mína persónu á undanförnum árum. Ég gæti dvalið lengur en Kristur í eyðimörkinni við dyr DV ef ég ræki þar inn einn nagla á dag.

Hljóðupptaka - Skítlegt eðli sorpritstjórans afhjúpað

Hér er greinin um málið


mbl.is Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband