Ástþór Magnússon Wium
Ástþór stofnaði Frið 2000 árið 1995 og einn stofnenda Lýðræðishreyfingarinnar árið 1998, í kjölfar þess að hafa kynnt hugmyndir um beint og milliliðalaust lýðræði sem forsetaframbjóðandi 1996.
Í forsetakosningunum talaði Ástþór um heim græðgi, valdapots, svika og pretta og sagði Ísland lent í heljargreipum huldumanna sem væru að arðræna þjóðina. Hagkerfið myndi hrynja vegna spillingar í bankakerfinu og fjármálamarkaðir væru að þróast í óábyrg spilavíti. Þörf væri á verulegri endurskoðun og uppstokkun sem Ástþór vildi beita sér fyrir sem þverpólitískt afl frá Bessstöðum. Þetta virtist snerta valdamikla aðila í landinu því mikill undirróður hófst gegn Ástþóri og boðskap Friðar 2000 í kjölfarið.
Ástþór hefur á s.l. þremur áratugum ítrekað vakið athygli á tækifærum með þróun á beinu lýðræði m.a. með hugmyndum um Reykholtsskóla sem friðarháskóla, og Keflavíkurflugvöll sem miðstöð alþjóðlegrar friðargæslu og þróunarmiðstöð lýðræðis. Sjá nánar á www.forsetakosningar.is
Athugasemdir
Þá skilur þú ekki púnktinn í þessu. Hann er sá að ég hringi í Reynir og bendi honum á að þeir séu búnir að birta á DV vefnum fullyrðingar sem eiga sér enga sannleiksstoð. Búnir að éta upp, án þess að kanna sannleiksgildið, upplognar sakir á mig af vefsíðu einhvers manns út í bæ. Í stað þess að biðjast afsökunar og fjarlægja færsluna fer Reynir mikinn og segir það "heiður" að áframdreifa rógburðinum í prentútgáfu blaðsins.
Þú þarft einnig að setja þig í þau spor að ég hef mátt þola tugi, ég meina fleiri tugi, af svipuðum dæmum frá DV í gegnum árin. Ég var löngu hættur að svara þeim, því hvaða vit er í þeim vinnubrögðum að þeir birta jafnvel stríðsleturs fyrirsagnir á forsíðu með upplognum sökum, prenta plaköt sem dreift er í Bónus með sama, setja auglýsingar í aðra fjölmiðla með upplognu sökunum, selja út á þetta blaðið, en birta síðan frímerki inní blaðinu næsta dag með leiðréttingu. Fyrirgefðu ég tek ekki lengur þátt í þessum leik.
Ástþór Magnússon Wium, 16.12.2008 kl. 01:49
Já þeir hafa vissulega brotið á mér og mínum nánustu í gegnum árin.
En það sem drífur mig áfram í þessu er að fjölmiðlun með þessum hætti grefur undan sönnu tjáningarfrelsi. T.d. er þjóðin full fordóma í minn garð án þess í raun að þekkja almennilega mín baráttumál. Þetta er vegna afskræminga í fjölmiðlum. Nær útilokað hefur verið fyrir mig að koma boðskapnum óbrengluðum til skila en á sama tíma hafa sömu fjölmiðlar hampað öðrum aðeins vegna þess að þeir aðilar hafa gefið sig undir auðvaldið sem á fjölmiðlana. Úttekt mín á þessu árið 2004 er nokkuð athyglisverð og sýnir að hér átti sér ekki stað eðlilegt kosningaferli, heldur hreinn skrípaleikur, miklu verra en í forsetakosningum Rússlands sem menn hafa hneykslast á í leiðurum fjölmiðlanna.
Á meðan við leyfum slíkri fjölmiðlun að þrífast hér getum við aldrei byggt upp virkt lýðræði með stjórnmálamönnum og stofnunum sem hafa það eitt að leiðarljósi að vinna af heilhug fyrir þjóðina. Fjölmiðlun á þessum nótum eins og ég hef kynnst síðustu ár er gróðrastía spillingar. Við þurfum að stokka þetta algerlega upp, koma upp eftirlitsstofnun sem fylgist með fjölmiðlun og setja skýrar reglur um rekstur þeirra.
Ástþór Magnússon Wium, 16.12.2008 kl. 02:39
Ástþór, hefur þér nokkurn tíma dottið í hug að gefa út blað sjálfur, eða halda úti óháðum fréttavef?
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 15:25
PS: Ég meina þá ekki vefinn lydveldi.is vegna þess að hann er alls ekki óháður að sjá.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.