15.12.2008 | 21:52
DV sorpið - Hér annað samtal og lögreglukæra
Ég hef sent kæru til Lögreglunnar í Reykjavík vegna vefsins malefnin.com sem virðist rekinn af DV í þeim tilgangi að dreifa óhróðri um fólk undir dulnefnum. Þegar ég byrjaði að svara fyrir mig þarna fyrir nokkrum dögum var aðgangi mínum til þess lokað fyrirvaralaust.
Ég hef þessvegna krafist þess að lögreglan loki þessum vef DV, rannsókn fari fram á því hverjir standa að skrifunum og þeir dregnir til ábyrgðar í samræmi við almenn hegningarlög.
Kæra til Lögreglunnar VEGNA MEIÐYRÐA Á malefnin.com OG KRAFA UM AÐ VEFNUM VERÐI LOKAÐ.
Undirritaður kærir hér með til Lögreglunnar í Reykjavík ólögmætan vef, malefnin.com þar sem er að finna hundruð innslaga með ærumeiðandi, móðgandi og upplognum ummælum um undirritaðann. Skrif þessi varða við almenn hegningarlög nr. 19/1940. Sjá XXV. Kafla Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs, greinar: 234, 235, 236, 237.
Eftirfarandi ummæli eru kærð:
Fskj. 1.1: Féfletti fólk
Fskj. 1.2.: Brjálæðir menn megna mikið
Fskj. 2.1.: Maðurinn er greinilega mjög þjáður af geðhvarfasýki
Fskj. 2.2.: Geðveikisglampann í augunum á honum
Fskj. 2.3.: Það er svona týpískt fyrir maníusjúklinga
Fskj. 3.1.: Ástþór er ekki heill, ég held það sé löngu orðið ljóst
Fskj. 4.1.: Er ekki heill á geðsmunum
Fskj. 5.1.: Ástþór er fjárglæframaður og svindlari
Fskj. 6.1.: Blessaður maðurinn á náttúrlega heima á einhverri stofnun
Fskj. 6.2.: T.d. Geðdeild HáskólaBorgarLandspítalansjúkrahús
Fskj. 7.1.: Var oft á tíðum blá og marin, með góðaraugu og hvaðeina eftir hann
Fskj. 7.2.: Geðveill aumingi eða hættulegur skissi?
Fskj. 7.3.: Sem barði hana og henti niður stiga
Fskj. 7.4.: Hann hefur haft fé út úr mörgum fyrirtækum hér á landi
Fskj. 7.5.: Menn geta hent gaman af þessum geðbilaða manni, en hann er þó hættulegur
Fskj. 8.1.: Ástþór sé kexruglaður á köflum
Fskj. 9.1.: Ástþór hélt að leiðin að forsetastóli væru peningar
Fskj. 9.2.: Allt fas Ástþórs er fas ófriðarmanns
Fskj. 10.1: Ástþór er svo ýktur og yfirgengilega lýginn
Fskj. 10.2: Linnulausar blekkingar hans og lýgi
Fskj. 10.3: Framgangur Ástþórs hefur frá upphafi verið ófriðleg lýgi
Fskj. 11.1: Haldið ólöglegt happdrætti og fleira
Fskj. 12.1: Notar þetta framboð hér til þess að láta safna fyrir sig fé erlendis
Fskj. 13.1: Láta sauðdrukkið fólk skrifa á listana hjá sér
Fskj. 14.1: Hverskonar skítaræsisrotta Ástþór Magnússon er
Fskj. 14.2: Lygarnar og geðveikisruglið úr þessum saurmola
Fskj. 15.1: Ástþór flúði land á sínum tíma
Fskj. 15.2: Óforskammaður hagsmunapotari
Fskj. 15.3: Hann er þá ekki heiðarlegur maður
Fskj. 16.1: Plata Johan Galtung sem honum tókst fyrir nokkrum árum
Fskj. 16.2: Sýkkópatar geta verið mjög trúverðugir í framkomu
Fskj. 17.1: Þorpsfíflið okkar
Fskj. 17.2: Þorpsfíflið á nefnilega uppá pallborðið hjá ótrúlega mörgum
Fskj. 18.1: Ástþór er vitlaus
Slíkur fjöldi annarra níðskrifa er birt á malefnin.com um undirritaðann það myndi fylla fleiri hundruð blaðsíður að taka allt með í þessa kæru sem þegar er orðin yfir 20 síður.
Vefurinn, Malefnin.com, virðist rekið af einstaklingum hér á landi. Samkvæmt skráningu vefsins (sjá Fskj. 19) er forráðamaðurinn Kristinsson Stefan og heimilisfangið sem gefið upp er pósthólf í bandaríkjunum, P.O.Box 447, Herndon, VA 20172-0447. Orðrómur er hinsvegar uppi um að útgáfufélag DV hafi nýlegi yfir tekið vefinn sem hefur að ndanförnu verið merktur á öllum síðum með vörumerki DV (sjá Fskj. 20).
Hin ærumeiðandi ummæli eru sett fram undir nafnleynd. Einnig er nafnleynd á þeim sem stjórna vefnum malefnin.com (Sjá Fskj. 20) og það skýrt með eftirfarandi: við viljum vernda fjölskyldur okkar og okkur sjálf fyrir Málefnalífinu alveg eins og þið hin.
Vefurinn malefnin.com starfar undir algerri nafnleynd eins og áður er rakið. Engir ábyrgðamenn eru gefnir og ekkert Íslenskt heimilisfang. Þannig er útilokaður sá möguleiki að höfða mál fyrir dómstólum á aðstandendur vefsins fyrir ærumeiðingar nema þá að undangenginni lögreglurannsókn um hverjir eigi hér hlut að máli. Upplýsingarnar sem liggja fyrir er að vefurinn malefnin.com er birtur á Íslenskri tungu og hýstur hérlendis hjá netþjónustunni XNET.IS (Sjá whois Fskj. 19) sem er hjá Netheimur ehf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík. Lögreglu er því í lófa lagið að fara þangað og loka vefnum.
Kæra þessi á að ná til allra þeirra, sem með ólögmætum hætti halda úti þessari vefsíðu og skrifa á henni undir dulnefni ærumeiðandi ummæli svo og þeir sem hýsa þessa síðu og eiga þannig hlutdeild í þessum ólögmæta og refsiverða verknaði.
Hér er kæran með fylgiskjölum
Hér er samtal sem afhjúpar sorpritstjórann Reynir Traustason
Upptaka af útskýringum ritstjóra DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju heldurðu áfram að halda því fram að aðgangi þínum hafi verið lokað fyrirvaralaust? Það var gefin mjög skýr ástæða fyrir því; þú birtir einkapóst frá öðrum Málverja í trássi við útlistaðar reglur:
http://www.malefnin.com/ib/index.php?s=&showtopic=112001&view=findpost&p=1402387
Er ekki betra að hafa ávallt það sem sannara reynist, ef maður ætlar sé í slag?
Ninja (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 02:49
Af því honum var lokað fyrirvaralaust. Ég fékk nákvæmlega engan fyrirvara. Ég var í miðjum klíðum að skrifa þarna grein þegar rauð skilaboð komu upp að búið væri að loka vefnum.
Annars væri við hæfi ef þú ert einn aðstandenda malefnin.com að þú kæmir fram undir nafni svo lögreglan þurfi ekki að draga þig úr þínu greni ásamt hinum nafnleysingjunum sem standa á bakvið þennan ólögmæta vef sem ausið hefur yfir mig fleiri hundruð upplognum sökum og ærumeiðingum.
Ástþór Magnússon Wium, 16.12.2008 kl. 03:04
Ég held enn einu sinni að þú sért búinn að sanna að hvert einasta orð um geðheilsu þína sem sagt hefur verið á málefnin eigi við 100% rök að styðjast. Þessi skrif þín sem og þessi helvítis kæru árátta þín sannar það best.
Ástæða þess að þú varst settur í bann á málefnunum var sú, að siðferðiskennd þín er ekki meiri en svo, að þú birtir skilaboð sem þér voru send í einkapósti og í trúnaði og það sýnir hvernig þú ferð með þá sem reyna að sýna þér smá trúnað og traust.
Þú ert skaphundur, hefur margsannað það og sýnt og þessi grein þín er eitt dæmið um það. Eigum við að fara að rifja upp fréttaflutning af skapsmunum þínum í gegnum tíðina?
Ástþór. Þú ert veikur maður. Þú þjáist af ofsóknarkennd á háu stigi og ofbeildishneigð. Um geðveiki eða geðsjúkdóm ætla ég ekki að dæma, það verða aðrir að gera, en þú þarft á hjálp að halda. En ekki frá lögmönnum heldur læknum.
Jack Daniel's, 16.12.2008 kl. 03:26
Gott og vel; ég fellst á að það sé rétt að þetta hafi verið fyrirvaralaust bann, enda eru bönn þarna það nú yfirleitt, þó mönnum sé alltaf gerð grein fyrir ástæðum þeirra um leið og þau eru sett, í gegnum einkapóst. Hví að hafa fyrirvara á banni sem er til komið vegna brots á reglum sem menn hafa samþykkt (Menn samþykkja að fara eftir Málverjaboðorðunum þegar þeir nýskrá sig á Málefnin) og eiga að vita af?
Þetta var kannski illa orðað hjá mér. Reynum aftur.
Þú stillir málinu þannig upp, sýnist mér, eins og bannið hafi verið ástæðulaust. Það var það ekki; reglurnar eru skýrar. Kannski má deila eitthvað um hvort rétt hafi verið hjá stjórnendum að bregðast svona harkalega við, en ástæðulaust var bannið ekki - og alls ekki endalaust heldur. Samkvæmt tilkynningu stjórnanda varir það í sjö daga alls.
Annars er ég ekki stjórnandi þarna á Málefnunum, bara venjulegur og reyndur Málverji.
Ninja (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 03:40
Ha, er vefurinn "ólögmætur"??
Ólafur Þórðarson, 16.12.2008 kl. 04:26
Jack Daniels, þú ættir að gera fólki grein fyrir því að þú ert einn þessara svokölluðu málverja af vefnum malefnin.com. þú ert hér að undirstrika og staðfesta hvernig ykkar háttur er með ómálefnalegum óhróðri um menn og málefni. Ummæli þín eru ekki svaraverð umfram kæruna sem farin er til Lögreglustjórans í Reykjavík.
Ástþór Magnússon Wium, 16.12.2008 kl. 10:41
Ég vona innilega að þér takist að fá lögregluna til þess að loka Málefnunum, þá fyrst birjar byltingin. Hvernig er það Ástþór hefur þú ekki verið í því að nauðga lýðræðinu síðustu ár með framboði þínu til forseta, gert forsetakosningarnar að þíunum eigin prívat skrípaleik þér til frama. Flott að þú birjar núna að níðast á málfrelsinu. Takist þér að loka Málefnunum, mun ég á samri stundu opna annan vef með sömu forsendum. Mun kallast Kjaftaklöppin.com. Kv. Ingimundur Kjarval.
Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 13:36
Ertu alger vanviti Ástþór?
Skrifar þú þar ekki líka?
Úthúðandi öllum sem ekki eru þér sammála eða fylgja þér fullum fetum ertu þarna eða hérna, skiptir ekki máli, en þú skrifar líka á málefnin.com.
Fáviti.
Jack Daniel's, 16.12.2008 kl. 14:09
Ágætu málverjar af malefnin.com, Ingimundur Kjarval og Jack Daniels.
Það er ekkert af því að menn skrifi blogg og taki þannig þátt í þjóðfélagsumræðu, en það snýst upp í andhverfu sína þegar það er gert með tilhæfulausum ærumeiðingum og upplognum sökum á fólk eins og gert hefur verið þarna gegn mér undanfarin ár. Malefnin.com innheldur fleiri hundruð slík innslög gegn minni persónu.
Ég held að það sé miklu frekar að tala um að fjölmiðlarnir í eigu stuðningsmanna ÓRG hafi nauðgað lýðræðinu með misnotkun sinni á aðstöðu sinni. Mér hefur verið meinað að koma mínum skoðunum óbrengluðum á framfæri meðan fjölmiðlar í eigu þessara aðila hafa haft uppi ómálefnalegar árásir mína æru en á sama tíma lofsungið sinn frambjóðanda. Ég hef skrifað aðra grein hér á bloggsíðu mína um þetta mál með samantekt.
Mér líst vel á að þú opnir kjaftaklöppina.com en þú þarft þá að gæta þess að menn skrifi þar undir nafni eða gefinn sé upp ábyrgðarmaður fyrir skrifunum og kjaftaklöppin sé ekki rekin á þeim grundvelli Gróu á Leiti með ærumeiðingum sem varða við hegningarlög. Ef þú opnar slíka síðu þá fer hún bara sömu leið og malefnin.com
Ástþór Magnússon Wium, 16.12.2008 kl. 14:41
Þú heldur því enn fram að málefnin hafi ekki ábyrgðarmann? Það er einfaldlega ekki rétt hjá þér og það kemur skýrt fram hérna, http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=67300
Held að þú ættir aðeins að spá í hvernig þú sjálfur kemur fyrir sjónir almennings því af því hljótast viðbrögðin.
Já og málverjar undir nafni og það réttum nöfnum, bæði ég og Mundi erum undir okkar réttu nöfnum þó ég noti ekki fullt nafn þar þó svo þú haldir öðru fram og teljir mig skrifa undir fölsku nafni. Ég get þá líka haldið því sama fram um þig því það eru örugglega til fleiri íslendingar sem heita Ástþór.
Jack Daniel's, 16.12.2008 kl. 16:07
Svar til Jack Daniels eða Hrafnkell Daniels eins og hann heitir á malefnin.com eða Jack Hrafnkell Daníelsson í Danmörku eins og virðist skráður í þjóðskrá:
Frétt á vefsíðu út í bæ er ekki það sama og birta upplýsingar um ábyrgðarmann. Gömul frétt á vefnum bb.is hefur ekkert lögformlegt gildi varðandi ábyrgð á malefnin.com, þar vantar upplýsingar um ábyrgðarmann. Það eina sem á malefnin.com kemur fram er að stjórnendur vefsins vilji ekki segja til nafns því þeir vilji vernda sig og sínar fjölskyldur frá heimi og sýndarveruleikanum malefnin.com. Þetta er vægast sagt furðuleg yfirlýsing sem sýnir og sannar að vefnum malefnin.com er ætlað hlutverk Gróu á Leiti.
Ég get fullvissað þig um að malefnin.com er enginn sýndarveruleiki fyrir mig eða aðra sem hafa mátt þola birtingu á yfir 36,000 innslögum þarna, þúsundum sem eru ærumeiðingar og upplognar sakir. Áhugavert hvað þetta hefur flykkst þarna inn í aðdraganda kosninga og þannig snúið tjáningarfrelsinu upp í andhverfu sína og grafið undan málefnalegri og lýðræðislegri umræðu.
Ástþór Magnússon Wium, 16.12.2008 kl. 21:50
Það sem ég að við þegar ég segi að þú hafir nauðgað lýðræðinu, að þú hafir boðið þig fram til forseta vitandi að þú hefir lítið sem ekkert fylgi, þar með gert kosningarnar að skrípaleik. Allt í lagi að þú bjóðir þig einu sinni fram. En aftur og aftur í vonlausu framboði þér til skammar og líklegast þess vegna að svona mörgum finnst í lagi að bera upp á þig furðulegustu sakir. Ingimundur Kjarval.
Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:00
Ingimundur, málið er að ég hef alls ekki fengið tækifæri til að kynna málefni framboðsins og hugmyndafræði okkar um forsetaembættið. Áður rakið þetta, m.a. í greinum hér og svo á vefnum forsetakosningar.is.
Forsetakosningarnar á Íslandi árið 2004 voru alger skrípaleikur, ekki mín vegna, heldur vegna misnotkunar fjölmiðlanna. Ástandið hér var mun verra en í Rússlandi þrátt fyrir að Íslenskir fjölmiðlar deildu á rússana í leiðurum sínum.
Heimsþekktur fræðimaður sem hingað kom og sem var svo klipptur í spað í fjölmiðlum, að boðskapur hans varð merkingalaus, lýsti þessu eins því sem gerðist undir einræðisherra í Júgóslavíu árum áður. Það segir nokkuð um hve slæmt ástandið var.
Það myndu fáir trúa því sem þarna gekk á nema vera innanbúðar eins og kosningastjórinn minn orðaði það á sínum tíma.
Útilokað er fyrir almenning að gera sér grein fyrir hvað er boði hjá frambjóðendum ef fólkið fær ekki að kynna sér innihald "vörunnar" með óbrengluðum hætti.
Þetta þurfum við Íslendingar að lagfæra. Við þurfum að tryggja að hér fari fram opin og málefnaleg umræðu í aðdraganda kosninga. Amk þar til þetta hefur verið lagfært, og mitt málefni fengið þá óhlutdrægu umræðu sem þarf, mun ég gefa kost á mér við forsetakosningar.
Ástþór Magnússon Wium, 16.12.2008 kl. 22:32
ÁStþór hættu að vanvirða tjá ningafrelsið.
Alexander Kristófer Gústafsson, 20.12.2008 kl. 00:36
Alexander, veit ekki hversvegna í raun ég er að svara svona ómálefnalegu innslagi. Upplognar sakir og grófar slettur eins og ærumeiðingar sem hafa verið kærðar eru vitnisburður um það þegar tjáningarfrelsi er misnotað, hefur snúist upp í andhverfu sína og hindrar eðlilega umræðu. Þú hlýtur að hafa þroska til að bera tl að sjá þá hlið á þessu máli.
Ástþór Magnússon Wium, 20.12.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.