Geðhvarfasjúkir nafnleysingjar undir hatti DV

malefnin

Undanfarin ár, á einum sóðalegasta vef landsmanna, malefnin.com, hefur nafnlausum moldvörpum leyfst að skrifa hverskyns óhróður um einstaklinga sem gerst hafa þátttakendur í opinberri þjóðmálaumræðu hérlendis. Moldvörpuvefurinn malefnin.com hefur verið notaður af leyniskyttum sem í skjóli nafnleyndar reyna að hafa áhrif á umræðuna með undirróðri og skítkasti.

Um mig er að finna þarna soraflóruna sem finnst í Íslenskri tungu og gott betur. Tugi eða hundruð uppnefna og tilvísana um meint andlegt ástand, staðlausan hugarburð úr fársjúkum málverjum.

Nú er þessi vefur kominn undir hatt DV. Merki sorpblaðsins DV trjónir lotningarfullt yfir boðskap og rugluðum játningum málverjanna.  Þegar ég birti hér á blogginu, og á vefnum malefnin.com, grein um starfshætti sorpritstjórans Reynis Traustasonar varð þarna uppi fótur og fit og greinin fjarlægð. 

Mín biðu svo þessi skilaboð þegar ég skráði mig inná vefinn frá einum málverjanna, Óradís sem titluð er þarna sem "Málefnafíkill":

1/1Til umhugsunar ( From: Óradís )
Sæll vertu Ástþór.
Mig langaði að ræða ákveðið mál við þig og vona að þú takir það ekki illa upp. 
Hefur verið minnst á við þig að þú þurfir að leita aðstoðar vegna geðhvarfasýki ? 
Nú þekki ég dálítið til svoleiðis veikinda og hef á tilfinningunni að þú sért að glíma við manískt ástand núna. Ég veit ekki hvort ég hitti á þig á réttu augnabliki til að þú takir orð mín ekki illa upp heldur skoðir hvort eitthvað svoleiðis getur verið í gangi. 
Ég vona það þó og vona að þú leitir þér aðstoðar vegna þess að það er algerlega hægt að fá aðstoð.
Með vinsemd og von um að þú lítir ekki á þetta sem árás á þig heldur vináttuvott.
Óradís
Óradís is a member of the Notendur group and has 5796 posts. 
Sent on: 14 Dec 2008 - 11:50

Ég get frætt Óradís á því að í aðdraganda forsetakosninga 2004 mætti ég á Geðdeild Landsspítalans eftir að mér fannst þetta geðsjúklingahjal í nafnleysingjunum á malefnin.com keyra úr hófi fram og bað um vottorð um geðheilbrigði mitt. Ótækt væri ef geðsjúkur maður færi fram gegn forseta Íslands. Sagðist myndi hlúta niðurstöðunni og draga framboð mitt strax til baka ef læknar kæmust að sömu niðurstöðu og umræddir rugludallar á malefnin.com. Hitti þarna lækni og nokkra læknanema sem voru þar í starfskynningu. En ég var gerður afturreka þaðan, veit ekki hvort þeim fannst ég of brjálaður eða of allsgáður til að taka mig í rannsókn.

Annars er það örugglega ágætt viðfangsefni fyrir sagnfræðinga að velta þessu máli fyrir sér.  Hvernig ég og hugsanlega aðrir sem reynt hefur verið að skjóta í kaf með Gróu á Leiti hafa fengið yfir sig flóruna af viðnefnum og sjúkdómsgreiningum eins og t.d. ég fékk í fjölmiðlum Baugs eftir að ég gaf kost á mér gegn ÓRG forsetanum sem situr fyrir Baug á Bessastöðum. Nú situr hann þar fjórða kjörtímabilið í boði Baugs sem kostuðu framboð hans og lögðu til starfsmenn í undirskriftarsöfnun forsetans. Fjölmiðlarnir voru einnig notaðir óspart og þá helst gegn mér, og ég fékk frá þeim ýmis merkileg viðurnefni eins og "þorpsfífl" og svo fyrr á þessu ári kom sú stríðsfrétt við bumbuslátt á Stöð2 að ef ég byði mig fram nú væri það "nauðgun á lýðræðinu".

Sverrir Stormsker fann einhvern tug nafna á mig við örstutta leit á netinu. Áhugavert að hlusta á þetta á Útvarpi Sögu. Hlustaðu á þáttinn hér.

Þá væri athugandi fyrir suma málverjana að kynna sér það sem ég hef fram að færa áður en þeir kasta fleiri steinum:

www.forsetakosningar.is

www.lydveldi.is

 

P.S. Nú hef ég verið settur í bann á vefnum malefnin.com. Fyrst var lokað á mig eftir að ég skrifaði um ritstjóra DV í gær (Sjá hér: http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/743271/ ) og ítrekað eftir að ég skrifaði ofangreinda grein. Hún var fjarlægð og ég bannaður frá vefnum í 7 daga! Steinkastarar í glerhýsi DV reynast eftir alltsaman agnarlitlar skráplausar sálir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Eitt er ljóst Ástþór, hefðir þú náð kjöri á sínum tíma þá væri forsetaembættið ekki deild innan Baugs eins og það er í dag, það er til skammar hvernig Ólafur Ragnar er búinn að fara með þetta embætti, hann hefur sett dökkan blett á embættið.

Elvar Atli Konráðsson, 14.12.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Nú, þegar spilling og fjárdráttur eru helstu umræðuefnin, væri gaman að rifja upp, hvernig þetta var hjá þér, og hvernig þú hefur breyst, til að verðskulda að vera tekinn alvarlega.

Hét það ekki Myndsýn, eða eitthvað svoleiðis ?, það sem kom fótunum undir þig ?.

Börkur Hrólfsson, 14.12.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Aumur er umtalslaus maður. Gróa á Leiti hefur alltaf blómstrað vel á Íslandi.

Ekki veit ég hver borgaði fyri Ólaf -en sennilega hefur einhver hjálpað til. Annars er merkilegt að ef einhver segir sínar skoðanir og þær falla ekki í kramið hjá þeim sem eru við stjórn, þá eiga viðkomandi örugglega við geðræna sjúkdóma að stríða. Langar bara að benda á að fólk þarf ekki að vera með "geðhvörf" þó það skoppi upp og niður andlega. Eins er vert að taka fram að fólk með geðhvörf er oftast hiðvænsta fólk ,margir hvejir stórgáfaðir og hæfileikaríkir einstaklingar. Annars er ekkert tekið mark á vottordum um andlegt heilbrigði í stjórnargeiranum. Ólafur fyrrverandi borgarstjóri var með vottorð um að vera heilbrigður andlega  og ekki fannst mér það gagnast honum 100%

Eldhugar eru oft misskildir og öfundaðir af meðal Jónunum.        

Birna Guðmundsdóttir, 14.12.2008 kl. 20:15

4 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Varðandi spurningu þína Börkur. Ég byrjaði með ljósmyndagerð sem hét Myndiðjan. Síðan póstverslunarfyrirtækið Magasín sem fór í þrot árið 1983 þegar upp kom óðaverðbólga hér, að mig minnir fór hún í nær tvö hundruð prósent (185%). Á sama tíma voru verðlagshöft og bannað að hækka vörur Innflutningur skrapp saman um nær 50% á nokkrum dögum þegar skellurinn dundi yfir. Stór hluti verslunarfyrirtækja rúllaði í kjölfarið. Ég fluttist erlendis og kom aftur undir mig fótunum með hugbúnaðarfyrirtæki sem seldi vörur sínar og þjónustu víða í Evrópu. Sjá nánar um minn bakgrunn hér: http://www.forsetakosningar.is/Asthor/UmAstthor.aspx

Ástþór Magnússon Wium, 14.12.2008 kl. 21:27

5 identicon

Það er mjög algegnt á trúmálaumræðunni, að þeir sem t.d koma með sterk rök fyrir þróunarkenningunni séu sagðir illa geðbilaðir eða eitthvað annað verra . Sjá t.d mofa bloggið . Málið er semsagt, að ef menn ráða ekki við viss óþægindi, er best að nefna þau sem flestum  illum nöfnum í þeirri von að kæfa þau .

Júrí (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 23:13

6 identicon

Sterk rök gegn þróunarkennungunni átti það að vera .

Júrí (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 23:28

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er eiginlega hálf óþolandi að fólk sem er með sterkar skoðannir sem eru á skjön við fjöldan er titlað geðsjúkt og ekki með öllum mjalla. Ekki deili ég alltaf skoðnum með þér Ástþór en mér finnst samt svona upphrópanir óþarfar.

Brynjar Jóhannsson, 14.12.2008 kl. 23:34

8 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Auðvitað deilum við ekki alltaf skoðunum. En svo er það einnig spurningin, hvort skoðanirnar komast til skila?

Hvað varðar mínar hugmyndir og skoðanir, hafa Íslenskir fjölmiðlar verið árum saman misnotaðir með svo grófum hætti að málin eru klippt og skorin úr samhengi og send út í skríplegri og falskri mynd.

Almenningur getur í slíku fjölmiðlaumhverfi á engan hátt tekið yfirvegaðar ákvarðanir um menn eða málefni. Slík afbökun fréttaflutnings er grefur undan lýðræði og réttarríkinu. Enda sitjum við Íslendingar nú í súpunni eftir áralanga misnotkun fjölmiðla.

Minn boðskapur er að Virkja Bessastaði. Nýta áhrifamátt forsetaembættisins á alþjóðavettvangi til að hér rísi þróunarmiðstöð lýðræðis, yfirstjórn, skólar og þjálfunarbúðir fyrir alþjóðlegrar friðargæslu. Ég hef bent á Keflavíkurflugvöll sem ákjósanlega staðsetningu. Þetta myndi umbylta forsetaskrifstofunni frá því að vera fjárhagslegur baggi í öfluga og mjög jákvæða tekjulind fyrir þjóðfélagið.

Ég er þess fullviss að ef fólk hættir að hlusta á ómálefnalegt skítkast fjölmiðla í eigu stuðningsmanna ÓRG og fer að horfa á þessar hugmyndir hlutlaust, yrðu margir sammála mér í því að þessar hugmyndir eiga fullan rétt á sér. Hingað hafa komið heimsþekktir fræðimenn til að tala fyrir málinu en verið útilokaðir frá flestum fjölmiðlum. Þjóðin fékk ekki að heyra mál þessara manna sem lögðu á sig langt ferðalag til að koma hingað og ræða þessi mál.

Við þurfum að Virkja Bessastaði strax og áður en þetta mikilvæga tækifæri gengur okkur úr greipum. Í dag höfum við ákveðna sérstöðu í þessu máli.

Sjá nánar á: http://forsetakosningar.is

Ástþór Magnússon Wium, 15.12.2008 kl. 00:28

9 identicon

Í Sovétríkjunum sálugu voru andstæðingar og gagnrýnendur lokaðir inni á geðdeildum. Ef einhverjir eru líkir gömlum Sovét-kommúnistum, þá eru það íslenskir hægrimenn. Þeir sem fullyrða að einhver, sem hefur aðrar skoðanir en þeir sjálfir, sé geðveikur, eru sem sagt að koma upp um sitt rétta eðli.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 02:09

10 Smámynd: Jack Daniel's

Það er eitt sem þú gleymir algerlega Ástþór í þessu öllu saman en það er að þú fórst sjálfur að drulla yfir ,,nafnleysingjana" á málefnunum sem og þá sem þar skrifa undir nafni og sagðir þá skrifa á fölskum forsendum þar.

Þú ættir að athuga það, að á bak við hvert einasta nikk er maneskja sem á sér nafn, persónu og fjölskyldu í hinum svokölluðu raunheimum.  Fólk sem þú hefur verið að biðja um stuðning frá og með því að drulla yfir nikkin á málefnin ertu jafnframt að drulla yfir það fólk og fjölskyldur þeirra.

Ég held, að í þræðinum sem var lokað í gær og búið er að opna núna hafir þú sýnt algerlega þinn innri mann og með því að opinbera hér einkapóst sem þér var sendur í trúnaði á málefnin af Óradís hefur þú sýnt og sannað enn einu sinni hversu mikið lítilmenni þú ert í raun.  Sjálfhverfur vesalingur sem hefur enga stjórn á skapsmunum þínum en reynir hvað þú getur að fá fólk til að vorkenna þér.

Já og reyndu svo enn og aftur að bera upp á mig að ég skrifi á málefnin á fölskum forsendum því hér er ég skráður á minni kennitölu hvort sem þér líkar það betur eða verr.

Jack Daniel's, 15.12.2008 kl. 04:55

11 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Nei þarna ferð þú með rangt mál.

Sletturnar og ómálefnalega skítkastið hófst á mig áður en ég átti notendanafn á malefnin.com og viðgengist þarna árum saman. Hér er t.d. eitt innlegg frá árinu 2004 sem hægt er að finna með einfaldri Google leit, þar sem nafleysinginn "mal" atar mig svívirðingum á malefnin.com, gerir mér upp hugsanir úr sínum eigin sjúka huga og notar þetta orð "geðhvarfasýki" sem síðan er étið upp af öðrum þarna:

Málefnin.com > Ástþór Magnússon

14 færslur - Síðustu skrif: 25 mar 2004

Hvað er málið með Ástþór Magnússon??? blink.gif Maðurinn er greinilega mjög þjáður af geðhvarfasýki, er voðalega mikið í fjölmiðlum þegar ...

www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t6403.html

Ástþór Magnússon Wium, 15.12.2008 kl. 11:38

12 identicon

Skondið að enginn á Málefnunum tekur undir þetta á hjá mal - hann er þvert á móti ávíttur fyrir þetta innlegg sitt. Hvað á þetta að sanna, Ástþór?

Annars sé ég ekki betur en að þú hafir verið settur í bann fyrir að brjóta þá reglu að ekki má birta einkaskilaboð, eins og Jack minnist á:

http://www.malefnin.com/ib/index.php?s=&showtopic=112001&view=findpost&p=1402387

Af hverju sleppir þú að minnast á það 'smáatriði', Ástþór?

Málefnin, sem og önnur spjallsvæði, er samfélag eins og hvað annað. Reglur samfélagsins eru mjög skýrar. Að væla yfir því að hafa verið settur í bann fyrir að brjóta augljósa og einfalda reglu er einkennilegt í meira lagi.

Ninja (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 16:03

13 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ég vek athygli á því að notandinn "Ninja" sem tekur til varna fyrir malefnin.com hér að ofan, notaði "10 minute email" þjónustu til að fara í kringum kerfi blog.is og komast hjá því að gefa upp rétt nafn og netfang. Þetta lýsir nafnleysingjunum frá malefnin.com ágætlega. Ótrúlegt að hvað þeir leggja á sig til að komast hjá því að skrifa undir eigin nafni. Réttast væri að eyða færslum sem eru þannig skráðar með misnotkun á þessu annars ágæta kerfi á blog.is.

Ástþór Magnússon Wium, 16.12.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband