Úr öskunni í eld kommúnista

klukkan300p

Vonandi bara að þjóðin vakni. Í trylltum dansi sínum um gullkálfinn undanfarinn áratug var þessi þjóð blind og heyrnarlaus. Þeir sem bentu á að ekki væri allt með felldu voru gjarnan rakkaðir niður með margvíslegum uppnefnum. Ég fékk flóruna af viðnefnum hengt á mína persónu, m.a. kallaður "þorpsfífl" í fjölmiðlum Baugs þegar ég reyndi að vekja þjóðina af sínum Þyrnirósarsvefni.

Þannig var það einnig í aðdraganda forsetakosninganna 1996 þegar ég sagði íslensku þjóðfélagi haldið í heljagreipum einhverra huldumanna.  Ég vildi komast í skrifstofuherbergið í Stjórnarráðinu (þá var skrifstofa forseta Íslands þar staðsett) til að hreinsa til og reka út spillinguna. Þarna væri verið að fremja mesta arðrán Íslandssögunnar og ef ekki spyrnt við yrði þjóðin gjaldþrota á fáeinum árum. Þjóðin svaf og lét nægja að afgreiða mig með uppnefnunum sem moldvörpurnar voru iðnar að spinna úr undirheimum Íslenskra fjölmiðla.

Því miður hefur spá mín nú ræst enda þurfti nú ekki annað en vera svona sæmilega allsgáður og vilja koma að stjórnmálum að heiðarleika til að sjá þjófana að verki, hvað sem gráðugir og gírugir spillingarpésarnir í Framsókn og þeirra hirð annarsstaðar í þjóðfélaginu reyndu að halda í Nýju fötin keisarans á kostnað þjóðarinnar.

En það yrði að fara úr öskunni í eldinn að koma hér upp kommúnísku þjóðfélagi. Þeirra moldvörpur eins og Einar Már Guðmundsson eru ekkert skárri en þær fyrri og þær hafa nú hreiðrað um sig í röðum mótmælenda. Þeir standa einnig að útgáfu vefritsins Nei sem þeir kalla: "Rammt og hressandi kommúnískt dagblað". Þannig að stefna þeirra liggur fyrir þeim sem vilja sjá og heyra.

Eftir að ég vakti athygli á vinstri slagsíðu á Austurvelli og hvernig sumir ræðumenn voru útilokaðir þar á meðan aðrir eins og Einar voru malandi sinn undirróður á nær hverjum fundi, svara þeir nú með þögninni! Frekar en að leyfa öðrum sem vilja taka til máls fær enginn að taka til máls. Svona er þetta haft hjá kommúnistum. Þeir yrðu fljótir að taka af okkur tjáningarfrelsið kæmust þeir hér til valda.

timinn500p

 

 


mbl.is Vekjaraklukka fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband