11.12.2008 | 23:29
Leppur forsetahjónanna?
Með ólíkindum að ekki sé fjallað um þá alvarlegu misnotkun á fjölmiðlum sem viðgengist hefur fyrir forsetaembættið. Skýringin felst hugsanlega í því að forsetahjónin, eða forsetafrúin hefur um nokkurt skeið verið leynihluthafi í fyrirtækjum Baugs veldisins en aðaleigandi þeirra á nær alla "frjálsa" fjölmiðla landsins.
Blaðamenn þora ekki að kafa ofaní þessa ormagryfju jafnvel þótt þeir vinni á öðrum fjölmiðlum, því ef þeir skyldu nú missa þá vinnu yrðu þeir að ganga á vit hirðarinnar í atvinnuleit.
Í ljósi þrotlausra ferðalaga forsetans með útrásarvíkingum undanfarin ár, beinum og óbeinum stuðningi hans við Baugsveldið sem hann hefur varið með kjafti og klóm eins og þegar hann misnotaði neitunarvald embættisins í fjölmiðlamálinu og í ljósi þess hverjir voru í forsvari fyrir forsetaframboð hans, undirskriftarsöfnun og endurkjör væri ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort eitthvað fleira tengi forsetaembættið við Baugsveldið.
Gæti verið að forsetafrúin sé leynihluthafi í Baugsveldinu. Er þar komin skýringin á því að Dorrit sótti tískusýningu í dótturfélagi Baugs (Mosaik) í einkaþotu Baugs? Getur verið að dóttir forsetans Guðrún Tinna Ólafsdóttir sé leppur fyrir þennan leynihluthafa Baugs? Þessi unga kona, dóttir Ólafs Ragnars sat í þriggja manna stjórn ásamt Jóhannesi Jónssyni og Jóni Ásgeiri í stjórn Haga hf samkvæmt hluthafaskrá 31.7.2008.
Í þessu sambandi er ekki óviðeigandi að rifja upp hvað gerðist um síðustu áramót:
Sorglegt var að horfa uppá í ásbyrjun 2008 hvernig
forseti Íslands og stuðningsmenn hans misnotuðu
fjölmiðlaveldi sitt til að tryggja forsetanum endurkjör
í fjórða kjörtímabilið án kosninga. Hér er úrdráttur úr
bréfi mínu 24 janúar 2008 til dómsmálaráðuneytisins þar
sem atburðarrásinni var lýst:
Heilbrigt lýðræði getur ekki þrifist nema með
reglubundnum kosningum á jafnréttisgrundvelli.
Aðdragandi kosninga er mikilvægur og dýrmætur tími fyrir
þjóð og valdhafa að skiptast á skoðunum í opnum og
frjálsum umræðum. Fjórða valdið fjölmiðlarnir gegna þar
mikilvægu hlutverki. Þeir sem ráða fjölmiðlum
þjóðarinnar þurfa að axla þá ábyrgð að misnota ekki
valdið til að hygla einum fram yfir aðra eins og því
miður gerðist með svo afgerandi hætti í Íslensku
forsetakosningunum árið 2004 að Dr. Dietrich Fisher
líkir þessu í fyrirlestrum sínum við það sem gerðist
undir einræði Slobodan Milosevic í Júgóslavíu.
Eins og gerðist árin 2000 og 2004, er í 3ja sinn árið
2008 hafinn öfgafullur áróður gegn kosningum í
fjölmiðlum stuðningsmanna sitjandi forseta Ólafs Ragnars
Grímssonar:
01.01.08 Forsetinn Ó.R.G. tilkynnir að hann sækist
eftir endurkjöri eða sjálfkjöri.
02.01.08 Tímaritinu Mannlíf með forsíðu tileinkaðri
Ólafi Ragnari Grímssyni dreift og stillt upp við alla
kassa í nær öllum verslunum landsins, matvöruverslunum,
söluturnum og benzínstöðvum svo ásýnd forsetans blasi
við þjóðinni í fleiri vikur.
03.01.08 Stöð2 Ástþór aftur í framboð og þar fullyrt
að ég ætli í forsetaframboð án þess að ég hafi rætt
slíkt framboð við nokkurn mann síðastliðin ár.
04.01.08 Stöð2 aðalfrétt kvöldins Misnotar lýðræðið
og á skjánum oddviti yfirkjörstjórnar Reykjavíkur Norður
með þær fullyrðingar að ég hafi beitt blekkingum við
prentun meðmælendalista í forsetakosningum árið 2004. Á
visir.is bætt enn um betur og sagt nauðgun á
lýðræðinu. Fréttin er í raun áfellisdómur yfir
kjörstjórnum og dómsmálaráðuneytinu sem hafa þá
vísvitandi samþykkt ógilda meðmælendalista.
05.01.08 Stöð2 fyrsta frétt Mótframboð myndi kosta
170 milljónir með myndum af mér á kjörstað um leið og
hamrað er á stórýktum kostnaði við forsetakosningar.
Ítrekaðar fullyrðingar oddvita yfirkjörstjórnar að
mótframboð sé misnotkun á lýðræðinu, lög séu úrelt og
við núverandi aðstæður eigi í raun enginn erindi í
framboð gegn forsetanum í okkar litla lýðræði með þá
1500-3000 meðmælendur sem núverandi lög kveða á um.
Áhugavert að Stöð2 sá ekki ástæðu að upplýsa skýra frá
kæru gegn ummælum oddvitans eftir hafa misnotað
fréttatíma sína gegn mér með svo grófum hætti sem raun
ber vitni að því að virðist í þeim tilgangi að hræða
gegn kosningum og mótframboðum gegn sínum manni sem nú
ráðgerir áhyggjulaust sjálfkjör í fjórða kjörtímabilið.
Atburðarrásin hefur átt sér nokkurn aðdraganda. Lúmskt
bros stjórnmálafræðingsins sem skilur betur en allir
hvernig má spila á lýðræðið og illa upplýstan almúga
blasir nú við mér í hvert sinn sem keypt er í matinn eða
bensín á bílinn. Frábært flug forsetans, en ég get ekki
neitað því hvað þetta minnir á ferð mína til Baghdad um
árið og glansmyndir þess forseta sem einnig taldi
kosningar óþarfar.
Ísland í dag samkvæmt Economist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Facebook
Athugasemdir
Athyglisverður pistill (las reyndar bara byrjunina)
Hvað hefur Ólafur Ragnar annars gert þér??? (annað en að vinna þig í kostningum)
Lordur, 12.12.2008 kl. 00:11
Þetta er ekkert spurning hvort einhver hefur gert mér eitthvað. Þetta er spurning um heilbrigt lýðræði, heilbrigt stjórnarfar, heilbrigða fjölmiðla. Eins og ég lýsti í aðdraganda forsetakosninganna 1996 hefur grafið hér um sig landlæg spilling sem ég spáði þá að myndi verða til þess að hagkerfi okkar hryndi ef ekki spyrnt við. Spá mín hefur nú komið fram, hagkerfið er hrunið! Nú þegar þjóðin er hætt að dansa blind og heyrnarlaus trylltum dansi um gullkálfinn, skapast vonandi grundvöllur til að sameinast um að rífa upp illgresið úr stjórnkerfinu, hvort sem er á Bessastöðum, í Stjórnarráðinu, Seðlabanka og annarsstaðar sem spillingin hefur grafið um sig, og koma hér á opnu og virku lýðræði.
Ástþór Magnússon Wium, 12.12.2008 kl. 00:49
Hvernig væri að lesa greinina áður en þú ferð að gera athugasemdir um hana.
Róbert Þórhallsson, 12.12.2008 kl. 01:42
Ég treysti þér Ástþór til að rekja frekari tengsl ÓRG við Baugsveldið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.12.2008 kl. 09:16
Skráð hlutafé er 1.2 milljarðar króna og Guðrún Tinna Ólafsdóttir er ein þriggja stjórnenda fyrirtækisins.
Það hefur hingað til oftast verið að stjórnarmaður er að tryggja meðferð fjármuna sinna eða fjölskyldu sinnar og auðvitað ávaxta þá.
Á Ólafur Ragnar sjálfur hlut í Högum?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.12.2008 kl. 10:24
Áhugaverð pæling... oft hefur maður velt því fyrir sér hvort fyrrum komminn en mesti kapítalistinn í núinu sé virkilega með hagsmunatengsl innan Baugs. Þetta þarf að rannsaka hið fyrsta!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:03
Ekki farið leynt með að mér finnst Ólafur hafa setið í embættinu nógu lengi.
Í lýdrædi á ekki ad velta krónum fyrir sér þegar skipta á um forseta. Enginn á ad sitja svona lengi - spilling þrífst betur ef sama fólkid er of lengi vid stjórntaumana.
Ástþór: sennilega er ekki gaman ad vera svona oft í hlutverki þess sem þarf ad sanna sig og réttlæta gjördir sínar. Spillingin hefur blómstrad á Íslandi undanfarin ár - veitir ekki af ad einhver beri fána sannleikans á torg!
Birna Guðmundsdóttir, 12.12.2008 kl. 11:08
Sæll Ástþór!
Þó ég hafi aldrei verið hrifinn af þér þá treysti ég því að þú haldir áfram með þetta og farir með þetta í fjölmiðlana. Þú kemst kannski ekki að hjá 365 en allavega hjá Rúv.
Hvað með það loforð sem Ólafur gaf þjóðinni þegar hann var kosinn fyrst um að hann myndi aðeins sitja í 2 kjörtímabil eða 8 ár. Eru allir búnir að gleyma því?
Kveðja úr sveitinni
Sæmundur Jón Jónsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:12
Hefðu ekki margir vilja eiga hlut í Baugi fyrir ári síðan. Ef að það er til smjörklípa þá er það þetta.
Þorvaldur Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 11:54
Athyglisverð færsla. Komi eitthvað gott út úr bankahruninu, er það að almenningur opnar augun og láti ekki blekkja sig eins og gert hefur verið. Vonum það besta, þótt líkur séu á að allt falli í sama farveg um leið og þrenginarnar eru yfir staðnar.
Sæmundur, allir eru búnir að gleyma því sem hann sagði, sérstaklega hann sjálfur. Er ekki kominn tími á takmörk eins og þeir hafa í USA?
Villi Asgeirsson, 12.12.2008 kl. 12:01
Væri ekki athugandi fyrir þig að ganga til liðs við Lýðræðishreyfinguna - www.lydveldi.is - þar erum við að taka á þjóðmálunum.
Ástþór Magnússon Wium, 12.12.2008 kl. 16:17
Ótrúleg umræða.
Við getum haft misjafnar skoðanir á forseta vorum.
En hvílíkur dónaskapur að láta sér detta í hug að nefna nafn konu hans og dóttur í einhverri bull vælu frá þér Ástþór er þér til skammar.
Það sem við ættum sannarlega að sannmælast um ætíð hér á íslandi að bæði í góðæri sem og á erfiðum tímum, þá eigum við ætíð að standa vörð um forseta vorn hver sem hann er.
Ég er 56ára gamal maður og ætíð verið stoltur og ánægður með alla þá forseta er við höfum haft, þar sem þeir eiga að vera sameiningartákn okkar en ekki til sundrungar.
Ég óska þér velfaraðar Ástþór, en það er alldrey slæmt að líta í eigin barm áður en maður skrifar slíkan óhróður.
Kveðja Rúnar Hart.
Hart (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:43
Hverslags rugl er þetta í þér Rúnar Hart. Finnst þér virkilega í lagi að embætti forseta Íslands sé traðkað niður í ræsið með þeim hætti sem gert hefur verið undanfarin ár með þeim uppákomum sem hafa verið í gangi þarna. Ætlarðu að líta undan á meðan embætti forseta Íslands er misnotað og hreinlega nauðgað af óprúttnum aðilum? Þú og aðrir landsmenn verðið að horfast í augu við þá staðreynd að blind og heyrnarlaus þjóðin í sínum tryllta dansi um gullkálfinn færði Baugsveldinu forsetaembættið á silfurfati og þar situr nú sem fastast fjórða kjörtímabilið gerspilltur pólitískus sem ásamt sínu hyski hefur vægast sagt dregið þetta æðsta embætti okkar og virðingu þjóðarinnar niður fyrir allt velsæmi með hátterni sínu. Allt bendir til þess að Baugsveldið sem þetta fólk hefur stutt með ráð og dáð frá Bessastöðum og tekið þátt í, sé ein umfangsmesta svikamylla fjárglæframanna sem nokkru sinni hefur komið fram á sjónarsviðið. Dóttir forsetans situr í einu æðsta embætti þarna og sjálf forsetafrúin flýgur á tískusýningar í einkaþotu fyrirtækisins. Fyrirtækjasamsteipan sem er orðin svona samtvinnuð Íslenska forsetaembættinu stundar kennitöluflakk og breytir nöfnum á fyrirtækjum sínum nánast eins og fólk skiptir um nærföt. Finnst þér ekkert rangt við þessa mynd? Ef ekki fáðu þér ný gleraugu manni! Við þurfum að standa vörð um forsetaembættið og rífa illgresið upp með rótum. Burt með Bessastaðaskúrkinn og allt Ólafshyskið!
Ástþór Magnússon Wium, 13.12.2008 kl. 00:34
Vel gert Ástþór - það veitir ekki af því að einhver kanni þá spillingu sem leynist undir ýmsum steinum hér. Það þorir enginn að velta þeim við. Það er hreint og beint ótrúlegt að forsetadóttir sé meðstjórnandi í einu stærsta fyrirtæki hér á landi, fyrirtæki sem faðir hennar forsetinn hefur haldið verndarhendi yfir á undanförnum árum. Ég var einn þeirra örfáu sem börðust fyrir því að fjölmiðlafrumvarpið kæmist sem fyrst í gegn (þótt það væri ekki burðugt) til að fjölmiðlarnir yrðu ekki keyptir af viðskiptaveldunum. Því miður gekk það eftir og er það dæmi um eina af fjölmörgum sorglegum múgsefjunum sem því miður virðast vera regla hér á landi fremur en undantekning.
Obi Wan Kenobi, 13.12.2008 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.