Matadorleikurinn - Úr bókinni Virkum Bessastaði 1996

Eftirfarandi er hluta úr kafla bók minni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimil landsins í aðdraganda forsetakosninga árið 1996: 

 

Núverandi efnahagskerfi, eins og Matador leikurinn, færir stöðugt auðinn frá fjöldanum yfir til fárra einstaklinga. Um þúsund milljónir einstaklinga skrimta að meðaltali á minna en 50 krónum á dag. Það þarf ekki lengur að fara til Biafra í Afríku til að sjá slíkt, því í stórborgum svo sem New York og London má sjá þúsundir betlara á götu úti í skjóli pappakassa á köldum vetrarkvöldum, meðan uppáklæddur minnihluti stígur úr glæsikerrum með innbyggðum börum og sjónvarpi inn á matsölustaði þar sem verð einnar máltíðar myndi nægja til að framfleyta betlaranum jafnvel vikum saman. Hvar er kærleikurinn?

"Matadorleikurinn" stefnir allri siðmenningu okkar í hættu eins og meðal annars má sjá af þeirri staðreynd, að í dag er talið að 100,000 börn í Bandaríkjunu mæti vopnuð í skólann. Og fjörutíu þeirra slasast þar eða látast af völdum ofbeldis á hverjum einasta degi.

Núverandi hagkerfi okkar hefur breytt áður gagnlegum fyrirtækjum og fjármálastofnunum í kolkrabba harðstjórnarinnar, sem teygir anga sína um alla jörðina eins og krabbamein. Krabbinn yfirtekur sífellt stærri hluta af lífi okkar, leggur afkomu og heimilislíf í rúst, rústar sjálfstæði þjóða og gerir lýðræðið marklaust. Krabbinn lifir sem óhugnalegt sníkjudýr í samfélagi okkar í óseðjandi leit að gróða og peningum.

Í gullæðinu höfum við gleymt skyldum okkar við fjölskyldur okkar og samborgara. Einnig höfum við gleymt náttúru jarðar og eigin velferð. Flest okkar hafa á einn eða annan hátt fallið í þá sömu gryfjuna og grámyglulegu jakkaklæddu "tölvuskjádýrin", sem mæta sem svefngenglar á hverjum morgni í kauphallirnar og verðbréfafyrirtækin til að rýna á endalausar skjátölur daginn út og inn, tölur sem ekkert hafa lengur með raunveruleg verðmæti að gera. Það skiptir þá litlu máli hvort "pappírarnir" sem höndlað er með á skjánum eru seldir til að fjármagna fyrirtæki sem framleiða kjarnorkuvopn, barnableiur, lyf fyrir deyjandi börn eða mat handa hungruðum. Talið er að fyrir hverja krónu sem fer í raunverulega framleiðslu, streymi allt að 50 krónur í gegnumm skjái kauphallanna gjörsamlega úr tengslum við raunveruleg verðmæti og framleiðslu. Kerfið byggir á tiltrú auðtrúa almennings og svo blekkingarvef hagfræðinga og bankamanna. Og enginn þorir að vekja athygli á því, að lítið sem ekkert er á bakvið tölurnar í hirslum bankanna og að leikurinn er meira í ætt við ævintýrið um nýju fötin keisaranns, en raunveruleg viðskipti.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Athyglisverð lesning - 12 ár gömul!

Björn Birgisson, 24.11.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Björn Birgisson

Athyglisverð lesning - 12 ára gömul!

Björn Birgisson, 24.11.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband