22.3.2024 | 10:03
Íslandi ógnað með kjarnorkuvopnum undir leikriti í Hafnarfirði
Herská stefna Íslenskra stjórnvalda ætti að vera hverjum manni hér áhyggjuefni. Við höfum lagst á sveif með stærstu hergagnaframleiðendum heims og Ísland hefur í undirlægjuhætti sínum lýst yfir stríði við stærsta kjarnorkuveldið. Leiðtogar þessara heimsvelda hafa báðir talað um notkun kjarnorkuvopna að undanförnu.
Kjarnorkubyrgi á Keflavíkurflugvelli
Hversvegna eru NATO hermenn í kjarnorkubyrgi á Keflavíkurflugvelli og hvað gerist ef slík sprengja berst hingað? NATO hermenn í skjóli en Íslenska þjóðin berskjölduð? Eru þetta varnirnar sem við þurfum í dag?
Ofbeldisfull stjórnarskipti
Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um að Rússar telja þjóðaröryggi sínu ógnað með útþennslu NATO til austurs. Eftir að milljónir manns höfðu flúið Úkraníu, m.a. ein milljón til Rússlands, og tugur þúsunda drepnir í austurhéruðum af Úkranískum hersveitum réðist rússneski herinn inn í Úkraníu. Hér á vesturlöndum er talað um þessa innrás eins og hún hafi gerst í einhverju tómarúmi. Bréf Amnesti International og Human Rights Watch þar sem biðlað var til forseta Úkraníu að láta af fjöldamorðum í austur Úkraníu og ofsóknum gegn rússnesk mælandi fólki, blaðamönnum og stjórnmálafólki á svæðinu er ótvíræður vitnisburður um hve ástandið var orðið alvarlegt. Ástandið skapaðist í kjölfar uppreisnar með stuðningi bandarísku leyniþjónustunnar sem þvingaði fram ofbeldisfull stjórnarskipti í Úkraníu.
Rússland mun grípa til kjarnorkuvopna
Telji rússneskir ráðamenn þjóðaröryggi ógnað af bandarísku leyniþjónustunni með sama hætti og gert var í Úkraníu eða með útþennslu eða stríðsleikjum NATO munu þeir grípa til kjarnorkuvopna. Þeir hafa ítrekað varað við þessu að undanförnu. Við höfum ekki efni á því að láta þessar viðvaranir eins og vind um eyru þjóta eins og gert var í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraníu árið 2022. Þá hljómuðu einnig viðvaranir frá þeim hátt og skýrt en enginn hlustaði og því fór sem fór.
Blindir og heyrnarlausir Íslendingar
Flestir Íslendingar virðast úti á túni með hausinn í moldarhaug blindir og heyrnarlausir gagnvart kjarnorkusprengju hættunni sem blasir við okkur. Virðast ætla að láta blekkjast enn eina ferðina af þaulæfðu leikriti málpípu hernaðarins.
Barnið sem notað var sem leikmynd á bíósviðinu í Hafnarfirði á enga framtíð fyrir sér nema við Virkjum Bessastaði til friðar og það sé gert af heilindum. Skeggjaparið er ekki sá friðarboði.
Sjá nánar vef minn: www.forsetakosningar.is
Rússar segja Ísland styðja úkraínska nasista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.