Færsluflokkur: Fjölmiðlar
29.1.2009 | 01:23
Gróflega troðið á lýðræðinu í Kastljósi RÚV
Í Kastljósi RÚV í gær var umræða sem sögð var um þá gerjun sem á sér stað um lýðræðismálin og þær fjölmörgu hreyfingar sem eru að spretta upp í samfélaginu.
Annar viðmælenda segist spá í framboð með stefnumál sem undirritaður, fyrstur Íslendinga, kynnti opinberlega við kosningar, hefur unnið með síðan 1995 og sem fyrir 10 árum leiddi til stofnunar Lýðræðishreyfingarinnar með beint og milliliðalaust lýðræði sem markmið.
Væntanlegt framboð okkar við næstu alþingiskosningar var tilkynnt til RÚV fyrir tveimur mánuðum síðan.
RÚV hefur því miður ekki séð ástæðu til að virða þær lýðræðislegar leikreglur að veita Lýðræðishreyfingunni jafnan aðgang eins og öðrum aðilum að Kastljósi, Silfri Egils eða annarri umræðum um þessi mál í ríkisfjölmiðlunum.
Eins og áður hefur fram komið í bréfum mínum hafa lög og reglugerðir um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins hafa ítrekað verið brotnar á kostnað Lýðræðishreyfingarinnar.
Er eðlilegt að fjalla um beint og milliliðalaust lýðræði og útiloka frá þeirri umræðu einu skráðu stjórnmálasamtök landsins sem hafa þetta mál sem aðalmarkmið? Fréttamönnum má vera ljóst að Lýðræðishreyfingin hefur ýmislegt fram að færa í þessari umræðu.
Er eðlilegt að sniðganga Lýðræðishreyfinguna á meðan dregnar eru fram eftirhermur sem eru svo grófar í sinni framsetningu að íslenska skjaldamerkið er notað sem vörumerki á vefsíðu þeirra. Vefsíðu skráða á einstakling sem rétthafa. Vefsíðu kostaða af fagfjárfestum úr atvinnulífinu í einhverskonar fjárfestingarsamkrulli við ríkisfyrirtæki. Vefsíðu þar sem skjaldamerki ríkisins er notað með ólögmætum hætti á óskráð samtök.
Einn aðstandenda Lýðveldisbyltingarinnar er hinsvegar Davíð A. Stefánsson sem einnig er einn aðstandenda Opins borgarafundar, samtaka sem hafa í tvígang borið mig út af fundum sínum og sem í þriðja sinn vörnuðu mér inngöngu eftir að fundurinn kaus mig inná fund í Iðnó.
Sök mín gagnvart þessum samtökunum var að leggja til lýðræðisleg vinnubrögð í stað leiksýninga og lýðskrums. Þetta skýrir hugsanlega eftirfarandi orð á vef þessara samtaka í umræðunni hvað á barnið að heita: Því miður er Ástþór Magnússon búinn að menga og gjaldfella orðið lýðræði. Lýðræðishreyfingin minnir of mikið á flokksnafn Ástþórs. Við viljum alls ekki láta bendla okkur við þann annars ágæta mann.
Ofangreindur Kastljós þáttur er áfellisdómur yfir RÚV og starfsmönnum Ríkisútvarpsins.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
27.1.2009 | 04:43
URGENT NEED FOR ELECTION OBSERVATION IN ICELAND
Your Excellency,
I am sorry to have to trouble your office again requesting OSCE observers to ensure fair and honest elections in Iceland. Elections have been announced for 9th May this year.
In 2004 I requested your observation on presidential elections in Iceland in which I was one of the candidates. I was then informed by your Mr. Mitchell that you were refused access by the ministry of Justice in Reykjavik. Unfortunately this resulted in soviet style presidential elections that year in Iceland due to extensive misuse of the media by the incumbent or his sponsors. Most independent media in Iceland is owned by one company who have widely misused their position to further their own political agenda. The state media is conrolled by the political klan here in Iceland. I have made several complaints about the misuse of the State television and radio service (RUV) in 2004, 2008 and 2009. In the run-up to the 2004 presidential elections Dr. Dietrich Fischer, Academic Director of the European University Center for Peace Studies, wrote a complaint to RUV after an interview, where he introduced our new ideas for the office of the Icelandic president, was completely distorted by cutting out the essence what he said about my candidacy. In his complaint letter to RUV Mr. Fisher said: This form of suppressing a free and open dialogue is reminiscent of the campaign in Yugoslavia in 1992, in which the peace candidate Milan Panic was prevented from presenting his peace platform to the voters, because the media were completely controlled by supporters of sitting President Slobodan Milosevic
The host of the program (Kastljos), the person responsible at RUV for this interview, is now heading Framsoknarflokkurinn in the upcoming elections, a political party that I have publicly opposed for many years due to their extreme misuse of power and fraudulent dealings.
My organization, Lydraedishreyfingin, will participate in the upcoming parliament elections. We are in urgent need of OSCE observers to be sent to Reykjavik WITH EXTREME URGENCY in order to ensure our proper and equal access to the media here. The Icelandic economy and political system has collapsed as a result of fraud over a decade, including severe misuse of state controlled and independent media in the run-up to previous elections. We appeal to you to ensure our proper access to introduce our political agenda to the Icelandic people. Our complaints to government regulators over recent misuse of RUV have not been answered.
At last I draw your attention to the fact that Reporters without borders listed Iceland as No. 1 for free press in the world on their website www.rsf.org. I was so astonished by this that I contacted this organization and was told by the researcher that he got no replies to emails from Iceland and that is why they elected Iceland as the No. 1 free press country in the world! The researcher had not investigated any facts surrounding the ownership and control of our media!
Yours Sincerely,
Lýðræðishreyfingin
Sent til:
Ambassador Janez Lenarcic, OSCE Office for Democratic Institutions and Human Rights ,Aleje Ujazdowskie 19, 00-557 Warsaw, Poland.
Afrit:
Dóms og kirkjumálaráðuneytið, Útvarpsréttarnefnd, Menntamálaráðherra,
Menntamálanefnd Alþingis, Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Umboðsmaður Alþingis, Blaðamannafélag Íslands, Reporters Without Borders, Alþingismenn.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 04:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2009 | 23:12
STJÓRNSÝSLUKÆRA vegna Lögreglunnar í Reykjavík
Kærð er framganga þeirra starfsmanna Lögreglustjórans í Reykjavík er höfðu í hótunum við friðsæla mótmælendur og létu fjarlægja ræðupall Nýrra radda á Austurvelli.
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagði ósatt í fjölmiðlum. Haft er eftir honum á visir.is: samkvæmt lögum þurfi ekki að fá leyfi til að mótmæla. Hins vegar þurft mótmælendur að tilkynna til lögreglustjóra að þeir hyggist efna til mótmæla. Geir Jón sagðist ekki vita til þess að síðari mótmælin hafi verið tilkynnt. Hann sagði þó að engin viðurlög lægju við slíku en ef að mótmælin yllu röskun, til dæmis á umferð, þá myndi lögreglan grípa til ráðstafana.
Eftir að leita upplýsingar um hvert skyldi senda tilkynningu um fyrirhuguð mótmæli sendu Nýjar raddir á Austurvelli tilkynningu föstudaginn 16 janúar á lhr@lhr.is sem starfsmaður embættisins upplýsti í hljóðrituðu samtali að væri vaktað allan sólarhringinn.
Engar athugasemdir bárust frá lögreglunni, fyrr en um kl. 15 á Austurvelli eftir búið var að leigja sendiferðabifreið og annað búnað undir aðgerðina.
Þá mætti lögreglan á staðinn og ætlaði sjálf að aka sendibifreiðinni í burt undir þeim formerkjum að ekki væri gefið leyfi fyrir því að magna hljóð úr þessum bíl á þessum stað.
Þá var boðist til að láta bílinn standa sem þögul mótmæli án þess að senda út nokkurt hljóð eða að tala úr bílnum. Því einnig hafnað af lögreglu á staðnum og yfirvarðstjóra á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Lögreglan hafði í hótunum við bílstjóra þar til hann fjarlægði bílinn.
Sendibifreiðin truflaði á engan hátt umferð á staðnum.
Framganga lögreglunnar hindraði ekki aðeins eðlilegt lýðræði á Austurvelli, aðgerð lögreglu olli einnig samtökunum tugþúsunda kostnaði sem mátti afstýra ef athugasemdin hefði borist fyrr.
Slík framkoma sem þessi af hálfu lögreglunnar mun ekki stöðva Nýjar raddir á Austurvelli. Við áskiljum okkur rétt til að mæta með ræðupalla og mótmæli hvar sem okkar þóknast. Slíkt er okkar lýðræðislegur réttur.
Þeim ábendingum er komið til lögreglunar að friður gæti ríkt um mótmælafundi á Austurvelli fáist Hörður Torfason til að leggja niður gerræðislega einræðistilburði sem hann því miður stundar núna gersamlega þvert á kynningar fundanna í fjölmiðlum sem er undir allt öðrum formerkjum sem raddir fólksins og breiðfylking gegn ástandinu sem öllum er opin. Verið er að blekkja þjóðina.
Verði tekin upp lýðræðisleg vinnubrögð við val á ræðumönnum í stað þess að valda þeim illdeilum sem raun ber vitni við lýðræðissinna og einstaka mótmælendur, þá gætu aðilar sem vilja leggja orð í belg notast við sama ræðupall með afskaplega friðsömum hætti.
Við minnum einnig á fyrra erindi til Umboðsmanns Alþingis og fleiri að óheimilt er og verið er að brjóta lög og reglur um Ríkisútvarpið ef sent er út frá fundum á Austurvelli nema öðrum sjónarmiðum og aðilum sem meinaður hefur verið aðgangur í þær útsendingar eins og ítrekað hefur gerst undanfarið, meðal annars með útburði af fundum og svo með aðgerðum lögreglu í dag, sé einnig veittur sambærilegur aðgangur að ríkisfjölmiðlinum.
Vekjum athygli á vefsíðunni http://kosning.austurvollur.is þar sem almenningur getur lagt til nöfn ræðumanna í opin kjörkassa og kosið síðan um það með lýðræðsilegum hætti hverjir eru valdir til að flytja erindi og ávörp á fundum. Kjörkassinn er öllum opinn.
Nýjar raddir á Austurvelli myndu þá sækja um sinn aðgang með tillögum í kjörkassann og lúta slíku lýðræðislegu vali þjóðarinnar á sínum talsmönnum úr röddum fólksins. Samkomulag aðila um slík lýðræðisleg vinnubrögð myndi leysa úr ágreiningi á meðal mótmælenda, létta störf lögreglunnar og gera þátttöku ríkisfjölmiðilsins mögulega.
Sent Umboðsmanni Alþingis og afrit til Lögreglustjórinn í Reykjavík, Ríkislögreglustjórinn, Dóms og kirkjuálaráðuneytið, Ríkisútvarpið, Útvarpsréttarnefnd, Menntamálaráðherra, Menntamálanefnd Alþingis, Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, OECD (alþjóðaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnar Evrópu), París, Frakklandi, Alþingismenn, birt á vefnum: www.austurvollur.is
Fjölmiðlar | Breytt 18.1.2009 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
15.1.2009 | 16:10
Fékk ritrottan vitrun?
Erum við komin á flug inní bjartari tíma? Hefur peningahrunið orsakað hrun óþverralúsa af gyltunni? Gæti verið að sorpritstjórar og ritrottur fái nú slíkrar vitranir að skítlegt eðli sé á flótta úr fjölmiðlaflórhaug Baugs?
Ég rak upp stór augu þegar ég las þetta í leiðara DV í dag: "Íslenskt samfélag er á barmi siðrofs þar sem allt er að verða leyfilegt í nafni málstaðarins. Sjálfsagt þykir að nafnlausir einstaklingar fjalli með subbulegum hætti um nafnkennt fólk inni á vefsíðum sem gefnar eru út fyrir að vera siðvæddar. Ótal dæmi eru um beinan óhróður þar sem nafnleysingjar láta vaða á súðum og bera nafngreint fólk sökum. Einelti þykir sjálfsagt. Og ákveðnir aðilar eru tilbúnir til þess að hýsa ófögnuðinn og veita honum farveg undir því yfirskyni að nauðsynlegt sé að fá allt fram í dagsljósið. Þetta er dæmi um siðrof sem orðið er að veruleika."
Hvað þýðir þetta? Að Reyni Traustasyni sé það ekki lengur "heiður" að birta um mig upplognar lygasakir og ærumeiðingar í DV eins og hann sagði við mig í símtali nokkru fyrir jól.
Ég reyndar lagði til að athugandi væri fyrir hina myrkvu sál sorpritstjórans á DV að setjast á guðfræðibekk við hlið fyrrum samstarfsmanns á 365, Steingríms Snævarr, og í auðmýkt biðja um fyrirgefningu og aðstoð við að hreinsa út skítlegt eðlið.
Gæti verið að Reynir hafi þegar snúist til betri vegar, eða er hann bara að bulla í leiðara DV eins og venjulega? Ef satt og rétt, Reynir sé orðinn betri og bjartari sál, hversvegna hefur hann ekki fjarlægt lygarnar og óhróðurinn um mig á DV-malefnin.com og beðist afsökunar?
Reynir ætlar nú að gerast talrotta á Útvarpi sögu í slagtogi við Eirík Jónsson aðra þekkta ritrottu af DV. Þeir reyna nú að fá sér geislabauga með þeim Hreinsgerningum að gefa ágóðann til góðgerðarmála. En hvernig virkar þetta? Mér skilst að allir fjölmiðlarnir séu reknir með tapi, sé vonlaus bísness. Fær þá Rauði Krossinn tapið eftir að þeir félagar hafa tekið launin sín úr söfnunarbauknum?
Mér finnst að þeir félagar, strengjabrúðurnar í rottubúrinu, eigi að upplýsa í fyrsta þættinum hver það var sem kippti í spottana á Reyni Traustasyni. Þjóðin krefst þess. Allt annað bull er siðrof!
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)