Feit stjórnsýsla - Hefur ráðherra tapað glórunni?

Hvernig virkar niðurskurður í heilbrigðisgeiranum? Fá allir sem segja þarf upp vegna niðurskurðar biðlaun í 16 mánuði eins og aðstoðarskólastjóri á landsbyggðinni?

Hversvegna er ríkisreksturinn ekki rekinn á sambærilegum forsendum og einkarekstur? Hversvegna eru feitir starfslokasamningar enn uppá borðum? Höfum við ekkert lært af hruninu?

Við horfum uppá vaxandi fátækt og matarbiðraðir. Á sama tíma er opinberum bitlingum dreift þvers og kruss um þjóðfélagið.

Þingmaður fær aukalaun og nú á tvöföldum launum fyrir að hafa í fyrra lífi skrifað kvikmyndahandrit.

Varnarmalastofnun_KEF_samn2Sendiráðsfólk sem fær laun og sitt uppihald erlendis greitt úr vasa fátækra Íslendinga gat ekki útskýrt fyrir mér í gær hvernig það eyðir tíma sínum. Svarið var að helst sé það í "menningu" og "menningarútflutningi".

Hvað er menningarútflutningur? Á það heima inní sendiráði? Eru ekki til haghvæmari leiðir?

Utanríkisráðherra eyðir milljörðum í stríðsleiki með NATO undir einhverju sem hann kallar Varnarmálastofnun. Hefur þessi bráð vel gefni maður tapað glórunni?

Bullið sem er í gangi er með ólíkindum. Fyrirtæki sem rekin eru með þessum hætti eru löngu komin á hausinn sbr bankarnir. 

Við þurfum uppstokkun stjórnsýslu og alþingis. Nánar á: www.austurvollur.is/thor


mbl.is Fær biðlaun í 16 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingabrella?

Er þetti ekki bara auglýsingabrella starfsmanna RÚV til að bókin um dýralækninn verði metsölubókin í ár?

Í aðdraganda síðustu alþingiskosninga fór einn starfsmaður RÚV um landið í kosningaleiðangur (með símann stilltan í gegnum skiptiborð RÚV) í kjölfar þess að RÚV hampaði flokk hans í reglubundnum beinum útsendingum á RÚV og ríkisútvarpinu, í fréttatímum, Kastljósi og Silfri Egils. Umræddur Egill upplýsi síðan eftir kosningar að flokkinn kaus hann enda hans gæludýr. 

egill_helgasonLýsandi dæmi um forskrúfaðan fjölmiðil í höndunum á pólitískum starfsmönnum sem misnota aðstöðu sína til að hafa áhrif á kosningar.  Einn prófessor í friðarmálum sem hingað kom í Kastljósviðtal um forsetaembættið líkti RÚV við ritskoðaða fjölmiðla í gömlu einræðisríki.

Það þarf ekki að hreinsa restina af pólitísku skúrkunum úr lúsugu hári RÚV? 

Farmboð 7176 til Stjórnlagaþings. www.austurvollur.is/thor


mbl.is Bókaskrif leiddu til uppsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frambjóðandi 7176 - Beint lýðræði með skilvirkari stjórnsýslu

Alltof mikil fita er í stjórnsýslunni. Um leið og við komum á beinu lýðræði, fækkun þingmanna og rafrænu kosningakerfi getum við komið á ódýrari og skilvirkari stjórnsýslu.

Þetta og fleiri góðar hugmyndir vill frambjóðandi 7176 með inná Stjórnlagaþing. Nánar á: www.austurvollur.is/thor


mbl.is Tveir búnir að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband