Vonandi þýðir að umfjöllun fæst um málefnin án leiksýninga

Útvarpsstóra sagt uppFrábærar fréttir fyrir okkur sem viljum byggja nýtt Ísland með alvöru lýðræði.

Kærur mínar til ÖSE síðan 2004, 2008 og 2009 hafa nú borið árangur.

Vonandi táknar þetta endalok þess tímabils sem þurfti að setja ýmis fáranleg leikrit á svið fyrir fjölmiðla til að fá þar inni. Vonandi getum við nú fengið án slíkra hundakúnsta eðlilega og óhlutdræga umfjöllun um nýja hugmyndafræði í stjórnmálum.

Fjölmiðlar hafa þegar tekið við sér. Lýðræðishreyfingunni, sem áður var meinaður aðgangur að RÚV, hefur nú loks verið lofað tíma í Fréttum RÚV og Kastljósi á morgun fimmtudag til að kynna stefnuskrá sína í komandi alþingiskosningum:

1. Beint og milliliðalaust lýðræði:

  • Allir Íslenskir ríkisborgarar geti sent Alþingi tillögu að nýju lagafrumvarpi sem skal tekið til umföllunar ef stutt undirskriftum 1% kjósenda. Alþingismenn og ráðherrar geti einnig átt frumkvæði að nýjum frumvörpum.
  • Þingmenn fari með umræðu og nefndarstörf vegna frumvarpa á Alþingi og kynni fyrir þjóðinni m.a. á rafrænu þjóðþingi og vefsvæði.
  • Tilbúin frumörp lögð fyrir þjóðþing Alþingis til atkvæðagreiðslu t.d. 1.maí og 1.des ár hvert.
  • Hraðbankakerfið (sem nú er eign ríkisins) verði nýtt sem kjörklefar fyrir rafrænt þjóðþing. 
  • Ef nauðsyn krefur geti Alþingi samþykkt bráðabirgðalög sem gilda fram að næsta þjóðþingi.
  • Þingmenn fara með atkvæði þeirra sem ekki óska að neyta atkvæðisréttar á þjóðþingi Alþingis.

2. Tillaga að breytingum á Alþingi og ríkisstjórn:

  • Þingmönnum fækkað í 31.
  • Landið verði eitt kjördæmi.
  • Þingmenn verði valdir í persónukosningum.
  • Alþingi velur ráðherraefni á faglegum forsendum. Forseti, sem þjóðkjörinn umboðsmmaður lýðsins og eftirlitsaðili fyrir virku lýðræði, skipar síðan ráðherra og veitir þeim lausn eins og nú er.
  • Ráðherrar sitji ekki á Alþingi.
  • Ráðning dómara og æðstu embættismanna verði staðfest af þjóðþingi Alþingis.

Nánari upplýsingar um Lýðræðishreyfinguna er að finna á www.lydveldi.is

Tilfefndu frambjóðendur á vefnum: www.austurvollur.is


mbl.is ÖSE fylgist með kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband