Hvar á ég heima? Áhugaverð grein um pólitíska hugmyndafræði sem þarfnast skýringa.

Helgi Jóhann Hauksson stjórnmálfræðingur og kennari skrifar mjög áhugaverða grein á bloggið um pólitíska hugmyndafræði. Helgi hefur einfaldað þetta í tvo andstæða póla:

1.  Samfélagssinnar (kommúnistar)

2. Auðvaldssinnar (kapítalistar) 

og segir allar aðrar meginstefnur geta fallið undir annaðhvort.

Helgi fjallar einnig um lýðræðið í grein sinni og kemst að þeirri niðurstöðu að fulltrúalýðræðið sem við nú búm við sé afar klunnalegt form lýðræðis þó vera kunni að ekki finnist neitt skárra form þess.

Strengjabrúður á AlþingiMér sýnist Helga yfirsjást að við búum alls ekki við virkt fulltrúalýðræði á Íslandi. Hér á landi hefur fulltrúalýðræðið þróast til ráðherraræðis. Fulltrúar okkar á Alþingi eru upp til hópa sem undirgefnir hundar er gelta í takt við refinn í hæsnabúinu, flokksforystuna. Um leið og þeir eru innvígðir í samkvunduna virðast þeir fljótt gleyma sínum réttmæta húsbónda, kjósandanum.

Ég vil benda Helga á að kynna sér hugmyndafræðina um beint og milliliðalaust lýðræði sem mér skilst að flestir stjórnmálafræðingur séu sammála um að sé orðið tímabært að skoða sem raunhæfan mögulkeika í nútíma upplýsingasamfélagi. Vefurinn www.lydveldi.is fjallar um þetta.

Helgi segir að við höfum leyft ofríkismönnum USSR og stuðningsmönnum kapítalismans að yfirfæra hugtakið kommúnisti á þessa einu ofbeldisfullu og alræðissinnuðu jaðartilraun sem gerð var til samfélagshyggju í Sovétríkjunum. Er ekki Helga að gleyma Kína og fleirum í þessu sambandi svo og einræðistilburðum eða ólýðræðislegum vinnubrögðum Harðar Torfasonar og Opins Borgarafundar. 

Ég veit að Helgi er ekki par hrifin af sumu af því sem ég hef skrifað að undanförnu um vinnubrögð Íslenskra kommúnista sem mér finnast minna á gömlu Sovétríkin. 

Kommúnistar fjarlægja fundargestEinn aðstandenda dagblaðsins NEI sem þeir kynna sem "kommúnískt", rithöfundurinn Einar Már hefur t.d. plantað sér í allar undirbúningsnefndir mótmæla og borgarafunda. Rithöfundur er jafnframt frummælandi á nær hverjum einasta útifundi og borgarafundi þar sem hann þusar sínum kommúníska áróðri yfir lýðinn.  Þegar ég benti á þá vinstri slagsíðu á mótmælum og borgarafundum og að yfir 70% ræðumanna tilheyrðu VG þannig að skoða þyrfti lýðræðislegri vinnubrögð, kallaði rithöfundurinn ásamt nokkrum kammerötum sínum á handauppréttingu að sovéskri fyrirmynd um að henda mér út af fundinum. Ég mátti heldur ekki sitja sem áheyrnarfulltrúi og var í bókstaflegri merkingu borinn út, hent út á gaddinn af þremur fílefldum karlmönnum.

Bandalag sem rúmar okkur öllÍ niðurlagi ræðu sinnar á Austurvelli s.l. laugardag sagði þessi ágæti rithöfundur Einar Már Guðmundsson: "Ég sé fyrir mér stórt bandalag sem rúmar okkur öll". 

En hvar á ég og mitt atkvæði heima? Hvar eigum við heima þessir skrítnu lýðræðissinnar sem þeir henda út af fundum bandalagsins?  

 

Helgi fjallar einnig um grímuklæddda mótmælendur, ég ræði það í næstu grein: Grímklæddir mótmælendur til verndar fjölskyldunni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Greinin er til að vekja umræður og umhugsun, svo ég þakka þér fyrir Ástþór.

Vísa annars á greinina sjálfa til skilnings.

Helgi Jóhann Hauksson, 5.1.2009 kl. 19:19

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Já hún er ágæt. Ég linkaði á hana í greininni.

Ástþór Magnússon Wium, 5.1.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband