Kommúnískum áróðri troðið í 8 ára barn

Leikur að kommúnisma"Raddir fólksins" eru gersamlega að ganga fram af mér, þótt ég af öllu hjarta styðji friðsamleg mótmæli gegn ríkisvaldi sem er að troða lýðræðinu í ræsið með þaulsetu ráðherra langt yfir þeirra vitjunartíma.

Í því ástandi sem er að skapast hér í kjölfar þess að bankar og hagkerfi er hrunið, er nauðsynlegt að ráðamenn axli ábyrgð, leiti til forseta að skipa utanþingsstjórn í "björgunarleiðangurinn" og boðað sé til nýrra kosninga. Þetta er fullkomlega eðlileg krafa og þeim sem þykir vænt um landið sitt eiga með friðsömum mótmælum að krefjast þess að þetta sé gert.

Barn hermaðurHisvegar set ég spurningarmerki við ábyrgðarleysi þeirra foreldra sem stilla óþroskuðu barni sínu á kommúnískan ræðupall framan við þúsundir manns.  Í raun finnst mér það verkefni fyrir Barnavernd að kanna fjölskylduaðstæður barnsins og hvort ástæða sé til inngripa í uppeldið.

Við hlið barnsins er kynntur einn harðasti kommúnisti Íslands, Einar Már Guðmundsson sem er m.a. einn aðstandenda Dagblaðsins Nei sem aðstandendur kynna á netinu sem "kommúnískt dagblað".  Einar hefur unnið sem moldvarpa kommúnista í mótmælum hér, bæði hvað varðar fundina á Austurvelli og Opinn Borgarafund. Kemur þar bæði að skipulagi og ítrekað sem ræðumaður.

BarnhermaðurÖðrum sem gætu haft önnur sjónarmið fram að færa er gjarnan úthýst. Þannig var mér t.d. varpað á dyr með ofbeldi af þremur fílefldum karlmönnum af einum skipulagsfundinum eftir að Einar Már og félagar héldu atkvæðagreiðslu að sovéskri fyrirmynd um að mér skyldi vísað út fyrir þær sakir að hafa deilt á vinnubrögðin.  Ádeilan sem ég hafði sett fram var að yfir 70% af ræðumönnum á Austurvelli tengdust flokknum Vinstri Grænir á meðan fólki úr öðrum flokkum var meinað að tala á mótmælafundum.

Ég hafði trú á Vinstri Grænu þar til ég varð vitni að vinnubrögðum þeirra og hvernig þeir fótum troða lýðræðið á fundum sínum. Nú hef ég áttað mig á því að þessir aðilar stefna á að koma upp kommúnísku ríki á Íslandi að fyrirmynd Sovétríkjanna og Kína.


mbl.is Mótmælaróður hertur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Úff hvað þú ert orðinn útþynntur og leiðinlegur! Kommúsnískum áróðri?? Djöfull ertu úti á þekju maður

Heiða B. Heiðars, 3.1.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Skora bara á þig að kíkja á dagblaðið sem Einar Már stendur að ásamt fleirum. Þar stendur skýrum stöfum um þetta rit: "kommúnískt dagblað"

Tilgangurinn verður nú varla skýrari en þetta - Þeir lýsa því yfir með beinum orðum sjálfir að tilgangurinn þeirra sé kommúnismi.

Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 12:49

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vinstri, hægri........ þessir flokkadrættir eiga bara alls ekkert við lengur. Algjörlega út í hött að fara að draga fólk í flokka. Fólk úr öllum flokkum, öllum stéttum og á öllum aldri hefur sömu skoðanir á spillingaöflunum í þessu landi.

Og að þú skulir voga þér að gera lítið úr fólki og málefnum með það eitt að leiðarljósi að letja fólk til að sýna samstöðu sína og vandlætingu er þér algjörlega til skammar. 

Heiða B. Heiðars, 3.1.2009 kl. 12:53

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Auk þess.... ættir þú að láta það koma fram hérna að þú sóttist hart eftir að fá að vera með í skipulagningu þessara mótmælafunda.

Þín persónulega gremja veður hérna uppi undir röngum formerkjum

Heiða B. Heiðars, 3.1.2009 kl. 12:54

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ástþór afhjúpar sig eina ferðina enn sem einn af hvítliðunum.

Björgvin R. Leifsson, 3.1.2009 kl. 12:55

6 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Heiða B. Ég er sammála þér að flokkadrættir eiga alls ekki við í þessum mótmælum. En því miður er staðreyndin sú að aðstandendur bæði "Raddir fólksins" og Opins Borgarafundar hafa dregið flokkadrætti inní þetta.

Það væri óskandi að þetta fólk sæi að sér og mótmælin gætu farið fram með þátttöku allra sem vilja mótmæla. En auðvitað er það ekki hægt á meðan fólki er hent út af fundum þessara aðila fyrir það eitt að koma með tillögur að breytingum.

Heiða, svo vil ég leiðrétta að ég sóttist ekkert hart eftir að koma að skipulagningu þessara mótmæla. Ég mætti á fund eftir að fá sent fundarboð, var þá tekinn af póstlistanum, mætti samt aftur, og þegar þau byrjuðu að vísa mér út spurði hvort ég mætti sitja úti í horni sem "áheyrnarfulltrúi" var því svarað með því að henda mér út með ofbeldi.

Svona vinnubrögð tíðkast ekki í lýðræðisþjóðfélagi, en þau eru frekar venja en undantekning hjá kommúnistum.

Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 13:13

7 Smámynd: Cartman

Hvaða heimska er þetta?

Ertu að segja að mótmælendur séu kommúnistar? Fólk er að mótmæla sitjandi ríkisstjórn, því að spillingin er komin í algjört rugl. Ísland er að fara verst út úr þessu, af öllum löndum og ríkisstjórnin gefur engar upplýsingar. Síðan er bara bennt í hringi og síðan á vandamálið bara að hverfa.

Og að setja myndir af börnum með byssur, er fyrir neðan allar hellur.

Cartman, 3.1.2009 kl. 13:14

8 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Cartman, annar ræðumanna Einar Már Guðmundsson segir á vefsíðu dagblaðs síns NEI, að það sé "kommúnískt dagblað". Skýrara getur þetta nú ekki verið.

Hinn ræðumaðurinn er óþroskað 8 ára barn sem auðvitað veit ekki hvað kommúnisti er eða hvernig sú hugmyndafræði hefur verið misnotuð áður af mönnum eins og Einari Már, td. í Sovétríkjunum og Kína.

Ég tel að lögreglan eigi að skerast í leikinn á Austurvelli og hindra slíkt brot á réttindum þessa barns sem þarna er ráðgert að eigi sér stað með því að troða barninu uppá ræðupall fyrir framan þúsundir manns í pólitískum aðgerðum eða mótmælum. 

Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 13:29

9 identicon

Sæll Ástþór

æði oft er ég þér ósammála EN það að horfa upp á að 8 ára barn sé misnotað með þessum hætti er ógeðslegt - Lögregla eða BARNAVERNDARNEFND - ná ENGIN lög yfir þetta fólk ? Því líðst að skemma - slasa og eyðileggja og það er varla sagt sveiþér.

Merkilegt - hvað veldur?

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:16

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ömurlegt að sjá VG-andann svífa yfir í þessum mótmælum

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 15:27

11 identicon

Hefur þú gleimt að taka pillurnar þínar í dag? Er maður automatiskt kommunisti ef mað motmæla ástandinu sem flokkur þinn hefur valdið Íslandi....

Jóhannes Helgi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 16:07

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Hvað er eiginlega að ykkur. Af hverju mega börn t.d. syngja opinberlega en ekki hafa skoðanir opinberlega? Af hverju mega börn dansa fullorðinsdansa fyrir fjölda fólks en ekki tjá sig um ástand sem kemur jú við okkur öll - börn jafnt sem gamalmenni?

Það er ekki verið að ota þessu barni - hún bað sjálf um að fá að halda ræðu - vill svo til að ég var vitni að því - og í guðs bænum hættið að koma með jafn viðbjóðslegar dylgjur og það sé eitthvað að heima hjá henni vegna þess að hún hefur áhuga á að fá að segja sínar meiningar. 

Ástþór eftir allt saman þá ert þú annálaður friðarins maður að stilla barninu upp til að ná fram hefndum á Einari Má - en lúalegt af þér.

Birgitta Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 16:21

13 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég setti reyndar ekki VG yfirlýsinguna þarna - hún er væntanlega frá Ástþóri.

Birgitta ( vonandi ekki rithöfundurinn ) barnið er engu að síður 8 ára með tilsvarandi þroska - ef 8 ára barn langar til þess að aka bifreið - er það þá í lagi vegna þess að barnið bað um það - til þess eru fullorðnir að hafa vit fyrir börnunum en þeir fullorðnu verða þá að hafa það vit til að bera.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.1.2009 kl. 16:42

14 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Mér finnst fáránlegt að lesa þetta bull hjá fullorðnu fólki. Ég held að við ættum að hlusta meira á ungviði landsins, þau eru líðendur í gjaldþroti þjóðarinnar og það eru þau sem eiga að erfa landið og borga ruglið eftir þessa kynslóð.

Unga fólkið og börnin á Íslandi ættu að tjá sig mikið meira. Þau eru miklu greindari en þið haldið. Fáum meira af þeirra skoðunum upp á borðið.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 3.1.2009 kl. 18:28

15 identicon

Heyr, heyr, leyfið börnunum að tjá sig. Ég hafði efasemdir um hvort rétt væri að nota 8 ára barn málstaðnum til framdráttar en það kom í ljós að það var stelpan, hún Dagný Dimmblá, sem var að nota tækifærið til að koma sínu að. Sjá krækju; http://gretare.blog.is/blog/gretare/entry/761313/
Annars finnst mér þú, Ástþór, ótrúlega ósmekklegur með því að reyna að búa til hugsanatengsl á milli mynda og texta. Þessar myndir eiga alls ekki við og þú ættir að skammast þín! En það gerir þú ekki og skil ég ekkert í sjálfum mér að vera að skrifa á bloggið þitt. Þú ert eins og fyrri daginn að skrifa um hluti sem þú veist ekkert um. Það er líka merkilegt að þú ert með ærumeiðingar í garð margra en froðufellir ef einhver segir styggðaryrði um þig.
Bjarki

Bjarki Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:59

16 identicon

Við þurfum að átta okkur á því að Ástþóri var meinað að tala sjálfum á þessum mótmælum (hlustaði á hann segja frá því á Útvarpi Sögu um daginn). Ástþór er því í fýlu út í Hörð Torfason og rakkar niður mótmælin. Af hverju Ástþór fékk hinsvegar ekki að tala eins og aðrir er önnur saga. Veit ekki alveg hvað Herði T. gengur til ef hann hyglir sumu fólki fram yfir annað. Hélt að Hörður væri maður sem virti málfrelsi sama hver ætti í hlut. Annars veit maður ekkert hvað er satt og logið í þessum efnum. Allskonar sögur í gangi.

Helgi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:51

17 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Er ekki í lagi með þig? Ég get alveg lofað þér því að þessi ræða kom frá stúlkunni sjálfri - pabbi hennar var lengi að ákveða hvort hann ætti að leyfa henni að koma þarna fram  m.a. vegna þess að svona viðbrögð voru fyrirsjáanleg. Hún Dagný gæti sko mætt þér hvenær sem er í kappræðum - og ég myndi ekki veðja á að þú ynnir.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.1.2009 kl. 19:53

18 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Hvar stöðvar barnaþulan Dimmblá?

Child Abuse Hörður Torfason og maður sem kallar sig "hálf pabba" litlu 8 ára stúlkunnar sem þeir tróðu upp á pólitískan ræðupall fóru yfir strikið í dag. Með þeirri áralöngu reynslu sem ég hef af þátttöku af mótmælum og pólitískri umræðu hérlendis get ég nánast fullyrt að barnið mun ekki ganga heilt frá þessum degi.

Og hvar stöðvar barnaþulan? Á litla 8 ára Dimmblá að mæta í næstu mótmæli, t.d. eins og þau sem fóru fram á Hótel Borg á gamlársdag þar sem mótmælendum lenti saman með lögreglunnni? Á litla Dimmblá að taka þátt í borgarlegri óhlýðni mótmælenda? Á litla Dimmblá að mæta á þingpalla og hylja þar andlit sitt? Á litla Dimmblá að taka þátt í kommúnískri uppreisn? Hvar á stöðva barnið?

Child Abuse2 Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en  get nánast fullyrt að litla 8 ára Dimmblá mun verða fyrir aðkasti jafnaldra sína á næstu dögum. Þegar litla skinnið mætir í sinn skóla þar sem hennar bíða pólitísk skoðanaskipti við jafnaldra sína. Eða bara einelti frá þeim sem hugsanlega skilja ekki málstað hennar. Kannski hún verði uppnefnd "þorpsfífl" og þaðan af verri uppnefnum eins og greinarhöfundur hefur orðið að þola fyrir sín mótmæli á undanförnum árum. Þá hlustuðu fáir á varnarorðin gegn spillingunni sem nú eru komin í tísku. En það er líklegra en ekki að það einhverjir af litlu guttunum úr Dimmblá kynslóðinni muni ekki skilja að svona mótmæli eru nú allt í einu komin í tísku hér og gætu því gripið til púkalegra aðgerða gegn litlu 8 ára Dimmblá.

Child Abuse 3 Ekkert óharðnað barn á erindi á ræðupall harðra mótmælenda. Það er skylda bæði foreldra og yfirvalda að vernda börn frá að vera misnotuð á pólitískum vettvangi. Bæði sálarheill barnsins svo og öryggi þess var ógnað í dag. Á undanförnum dögum hefur verið kastað stein í lögreglumann og rúður brotnar eftir kast járnlóða inn um rúðu mótmælanda.  Í dag framan við ræðupall barnsins varð orðaskak við grímuklædda mótmælendur. Hvaða vitfirrt foreldri ýtir 8 ára barni sínu inná slíkan pall?

Skopmynd Í fyrri grein um þetta mál skrifaði Birgitta Jónsdóttir sem að mér skilst er einn forsprakki mótmælenda þessa athugasemd: "Ástþór eftir allt saman þá ert þú annálaður friðarins maður að stilla barninu upp til að ná fram hefndum á Einari Má - en lúalegt af þér." Ég veit ekki hvort ég á að gráta eða hlægja við þessum fáranlegu orðum Birgittu, en skora á lesendur að kynna sér aðdraganda þess að börn gerast hryðjuverkamenn.

Ég læt hér fylgja eina af saklausari skopmyndum af mér sem hafa birst í fjölmiðlum og á netinu á undanförnum árum (margar eru til verri m.a. eftir photoshop leikfimi) í kjölfar minnar þátttöku í mótmælum og pólitískri umræðu. Kannski það hjálpi ykkur að skilja að óharnað 8 ára barn á ekki erindi þangað fyrr en það hefur þroskað sinn skráp.

Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 20:10

19 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ástþór: sá eini sem er að ráðast á barnið ert þú. Viltu gjöra svo vel að hætta að níðast á átta ára gamalli stúlku sem ekkert hefur gert nema koma sinni skoðun á framfæri. Ég get alveg lofað þér því að við sem þekkjum hana (ég er nágranni hennar og tengd fjölskylduböndum) höfum ekki verið að mata hana á neinu, þetta er bara hennar skoðun. Hún er ákveðin, hún bað sjálf um að fá að halda ræðu. Faðir hennar hennar var í miklum vafa en lét það þó eftir henni, enda réttur allra borgara -sama á hvaða aldri þeir eru- að koma sinni skoðun á framfæri.

Hér var ekki ekki verið að nota neinn. Eini glæpurinn sem var framinn var að láta það eftir stúlkunni að tjá sig frá eigin brjósti. Það eru jú eftir allt börnin sem koma til með að borga brúsann og þ.a.l. eðlilegt að þau fái að tjá sig líka. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.1.2009 kl. 21:59

20 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Það er gersamlega út í hött að segja að ég sé að ráðast á barnið. Ég nota hvorki myndir af henni né hennar fulla nafn í þessari umræðu því mér finnst þessi misnotkun sem átti sér stað á barninu í dag viðbjóðsleg.

Þann einnig fáranleg umræða að snúa þessu uppí að það hafi eitthvað með að gera að ég hafi ekki fengið að tala þarna. En það er sérkapítilu út af fyrir sig hvernig Hörður Torfason hefur hampað fólki úr einum stjórnmálaflokki en meinað öðrum. Það er fjöldamörg slík dæmi sem snúast ekkert um mig.

En líklegast er best að ég biðji um álit barnastofnana Sameinuðu Þjóðanna, Umboðsmanns Barna og Barnaverndarnefndar á þessu máli og birta svörin þeirra hér á blogginu.

Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 22:43

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst það orka mjög tvímælis að "nota" barnið á þennan hátt sem mótmælendur gera. Það þarf engin að segja mér að því hefði verið leyft að flytja ræðuna ef skipuleggjendurnir hafa ekki séð að hægt væri að gera sér mat úr þessu. Allt snýst þetta um áróðursgildið, en í þetta sinn misreiknuðu partýhaldararnir sig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 23:28

22 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þú hlýtur Grétar að vilja fá álit sérfræðinga hvort þetta sem þið gerðuð í dag er hollt fyrir barnið. Eða stendur þér nákvæmlega á sama um þetta barn?  Ég er farinn að halda að sálarheill hennar og öryggi sé aukaatriði hjá þér í þessari umræðu.

Ég mun eins og ég hef áður sagt hér, senda erindi til barnastofnana Sameinuðu Þjóðanna, Umboðsmanns barna og Barnaverndarnefndar og biðja um álit þeirra á þessu máli. Ég mun síðan birta hér svör þeirra.

Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 02:54

23 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Kjartan, ég er ekki að tala um að barnið sé með kommúnískt innræti. Það er alger misskilningur. En ég tel að ota börnum í pólitíska framsveit með þessum hætti sé stórhættuleg braut sem getur dregið alvarlega dilka á eftir sér. Ég mun eins og ég hef áður sagt hér, senda erindi til barnastofnana Sameinuðu Þjóðanna, Umboðsmanns barna og Barnaverndarnefndar og biðja um álit þeirra á þessu máli. Ég mun síðan birta hér svör þeirra.

Það er ljóst að það hefur verið mikil vinstri slagsíða á frummælendum mótmælafundanna. Sami maðurinn frá VG er þar að dúkka upp aftur og aftur á meðan öðrum er úthýst eins og t.d. Eiríki Stefánssyni pistlahöfundi og fleirum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þjóðin er blekkt. Nú virðast VG ætla að blekkja þjóðina til fylgis við sig á fölskum forsendum eins og ég hef rakið hér á blogginu í öðrum pistlum.

Ég minnist forsetakosninga á Íslandi 2004 sem haldnar voru að sovéskri fyrirmynd og með misnotkun fjölmiðla. Það hef ég rakið hér í blogginu. Vinsamlegast lestu þær greinar og það sem þar kemur fram, m.a. bréf Dietrich Fischer um þetta mál áður en þú skýtur hér einhverjum ómálefnalegum skotum.

Það er auðvitað grafalvarlegt mál ef einn stjórnmálaflokkanna siglir hér undir fölsku flaggi og er byrjaður að misnota vettvang mótmælenda.

Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband