Forseti Íslands felur slóðina

Forseti felur slóðina - Mynd 1Á vefnum forseti.is er nú nánast útilokað, nema með einhverri djúpleitartækni, að finna myndir af atburðum tengdum útrásarvíkingum eða ræður forsetans við þau tilefni. Efnið virðist annaðhvort hafa verið fjarlægt eða linkar á það faldir.

Smellið á myndina til vinstri sem sýnir: http://forseti.is/Forsida/Myndasafn/Atburdir en þar finnast ekki lengur linkar á t.d. myndir frá afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Þess í stað er fólki sýnd mynd af forsetanum með fólki í hjólastólum og engir linkar á aðra atburði, eins og útrásina, sem þó var meira áberandi í starfi forsetans.

Myndirnir af Jón Ágeiri og forsetanum geta aðeins þeir augum litið sem vita nákvæmlega hvar eigi að kafa undir yfirborðið: http://forseti.is/Forsida/Myndasafn/Atburdir/Utflutningsverdlaun2008/ - Linkar á síðuna hafa verið fjarlægðir og myndirnar faldar öðrum en þeim sem kunna djúpleit á vefnum.

Ljóst er að vef forseta Íslands hefur verið breytt að undanförnu með svipuðum hætti og Bók um forseta sem var breytt eftir að bókin var komin í prentsmiðju þegar hagkerfið hrundi.  Menn tala um að 60 síður hafi horfið úr bókinni. Það virðist orðið mikið feimnismál fyrir Ólaf Ragnar Grímsson að sjást á ljósmyndum með útrásarvíkingum eða hafa flutt hvetjandi ræður fyrir útrásina. Slíkt efni virðist annaðhvort horfið eða slóðirnar faldar (linkarnir) frá þeim sem fara inná heimasíðu forsetans.

Forseti felur slóðina - Mynd2Slóðin á afhendingu Útflutningsverðlauna skaut upp í athugasemd við frétt um þetta mál á eyjan.is eftir að ég vakti athygli á þessu máli í fyrri grein minni. Ég fann ekki þessa slóð þegar ég skrifaði fyrri greinina þótt ég hafi eytt meira en klukkutíma á vef forsetans í að leita að þessu. Hvort forsetinn keyrði í Loftsköstum á skrifstofuna til að smella linknum aftur inná síðu sína veit ég ekki. Hinsvegar líkist þetta því sem gárungarnir á sorprit.com kalla "Hreinsgerningar" og þar sagt að Íslandsmeistari í sjónhverfingum viðskiptalífsins kenni þau fræði í Grísaskólanum við Höfðabakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá, þetta er nú meira spaugið.

Þú segir að á slóðinni http://forseti.is/Forsida/Myndasafn/Atburdir 'finnast ekki lengur linkar á t.d. myndir frá afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.'

Hins vegar var efnið á þessari slóð nákvæmlega eins á jóladag:

http://74.125.77.132/search?q=cache:3LJYNCia9BkJ:forseti.is/Forsida/Myndasafn/Atburdir/+http://forseti.is/Forsida/Myndasafn/Atburdir&hl=is&ct=clnk&cd=1&gl=is

Ég komst síðan að því frekar auðveldlega hvernig má finna myndir af afhendingu útflutningsverðlauna 2008 út frá forsíðunni á forseti.is. Það er hlekkjað á myndirnar út frá fréttum á síðunni.

Forsíða: http://forseti.is/

Smellt á 'Fréttasafn', neðarlega á síðunni: http://forseti.is/Forsida/Frettir/Frettasafn/

Smellt á '23.04.2008 Útflutningsverðlaun - Heiðursverðlaun': http://forseti.is/Forsida/Frettir/Ollfrettin/2608

Smellt á 'Myndir', aftast í fréttinni: http://forseti.is/Forsida/Myndasafn/Atburdir/Utflutningsverdlaun2008/

Þú ert að ástunda með þessu nákvæmlega sömu hroðvirknisvinnubrögð og þú gagnrýnir DV fyrir, Ástþór.

P.S. Meiri sóun á klukkutíma hjá þér að leita að hlekkjum á forsetasíðunni. Hún er kannski ekki vel upp sett, en svakalega vorkenni ég þér fyrir að hafa þér ekki látið detta það í hug að skoða fréttirnar.

Kexið (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 08:21

2 identicon

Merkileg frétt. Ég googlaði "forseti.is Jón Ásgeir" og fékk strax þessa niðurstöðu:

http://forseti.is/Forsida/Myndasafn/Atburdir/Utflutningsverdlaun2008/

Leitin tók minna en sekúndu. 

Hrannar (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 10:32

3 identicon

Þú ert greinilega ekki vel tölvulæs. Ég fór inn í google.is og setti þar inn í leitina : útflutningsverðlaun forseti myndir og eftir 0,29 sekúndur fékk ég línk á þessa slóð http://forseti.is/Forsida/Myndasafn/Atburdir/Utflutningsverdlaun2008/ þar sem finna má myndir af glaðbeittum forseta og útrásarvíkingi.

Ég er sko langt frá því að vera stuðningsmanneskja forsetans í þessum útrásardilli öllu en rétt skal vera rétt.

Soffía (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 11:49

4 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þú googlaðir "forseti.is Jón Ásgeir" en hefurðu prufað að googla t.d. "Forseti Jón Ásgeir" eða "Bessastaðir Jón Ásgeir"eða "Dorrit Jón Ásgeir". Færð ekkert af myndum forsetans upp.

Sný ekki aftur með það að þessar myndir og útrásarræðurnar er VEL FALIÐ!

Ég lýsi eftir fleiri myndum af forsetanum og útrásarvíkingum. Einnig af Dorrit, hvar er t.d. myndina af henni í dansinum með Jón Ásgeiri sem birtist í einhverjum fjölmiðlinum nýlega. Þið klára tölvufólk, hvar er þessa mynd að finna?

Og hvar er útrásrarræðusafn forsetans? Ég get ómögulega fundið þetta og hef þó eytt töluverðum tíma á forseti.is

Skora á ykkur lesendur góðir að aðstoða við þessa leit að myndum af útrás forsetans og ræðunum hans. Setjum þetta á einhvern góðan stað hér á netinu svo þetta verði aðgengilegt í framtíðinni.

Ástþór Magnússon Wium, 30.12.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband