Misnotkun fjölmiðla og Hreinsgerningar

Ofaná hörmungarnar sem dundu yfir okkur á árinu við útrás Jóns Ásgeirs og félaga með Íslenskar bankainnistæður og Glitnis sjóði í "ponsí" hringdansa og handónýt hlutabréf, eru síðustu dagar Morgunblaðsins á árinu notaðir undir "Hreinsgerningar" með forsíðuáróðri og tveggja síðna grein í blaðinu.

Ég minnist forsetakosninga fyrir rúmum fjórum árum þegar þetta sama blað, Morgunblaðið, notaði um 25 síður til að kynna stefnumál og framboð sitjandi forseta, frambjóðanda sem fór fram með stuðningi Baugs veldis Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en veitti mér 10x10cm frímerkispláss á lélegri siðu inní blaðinu til þess sama. Ritstjórnin ritaði um leið leiðara þar sem deilt var á slíka mismunun fjölmiðla í Rússlandi, með steinum úr glerhýsi Morgunblaðsins var það kallað aðför að lýðræðinu. Hver er nú skrumskælingin enda var útkoma forsetakosninganna sem efnt var til hér á Íslandi árið 2004 að sovéskri fyrirmynd í fullu samræmi við þá nauðgun á lýðræðinu og skrumskælingu tjáningarfrelsis sem átti sér stað í Morgunblaðinu og öðrum fjölmiðlum hér.

Leikfimin í kringum eignarhaldið á 365 miðlum og DV lýsir vel vinnubrögðum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.  Þessir fjölmiðlar hljóta að eiga heimsmet í nafna og kennitölutöluflakki. Ég á hér á skrifborðinu hjá mér stefnur, útgefnar og í vinnslu, á DV fyrir ærumeiðingar þar sem er að finna 4 mismunandi nöfn á útgáfufélaginu s.l. 4 ár. Hvað sem öðru líður þá er eitthvað bogið við svona viðskipti enda kalla gárungarnir þetta "Hreinsgerningar".

Hreinn kennirÁ síðunni sorprit.com er að finna upplýsingar um Hreinsgeringar og hverjir virðast standa bakvið þá hugmyndafræði og fjármálaleikfimi. Sjá nánar hér: http://sorprit.com

 


mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Sorprit.com er frábært framtak hjá þér Ástþór? Viltu ekki setja 365 / Íslenska AF - þreyingu, Stöð 2, Fréttablaðið  eða hvað öll þessi fjölmiðlafyrirtæki Jóns Ásgeirs í Skaftahlíðinni heita á síðuna, þegar þau ganga næst gjörsamlega fram af fólki í ærumeiðingum og tilefnisalusum mannorðsmorðum?

Þess vegna verður þessi síða að vera til staðar og auglýst vel því þegar búið er að setja DV á hausinn sem það er nú þegar eins og alltaf, Það er bara niðurgreitt af Jóni Ásgreiri, er nauðsynlegt að ráðast með skipulögðum hætti gegn öðrum fjölmiðlum Jóns Ásgeirs.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 29.12.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband