Steinköld forsetafrú

Demantur Mousaieff Forsetafrú Íslands er svo upptekin af því að dansa um gullkálfinn að hún gefur sér ekki augnarblik til að svara beiðni um aðstoð við fólk sem verið er að murka lífið úr í Mið Austurlöndum.

Líklegast er demantsdrottningin með hjarta úr steini. Hugsanlega köldum bláum steini eins og þeim sem hún keypti fyrir 735 milljónir á uppboði í London.

Gæti það verið skýringin á því að hún svaraði ekki bréfinu sem ég skrifaði um hér? Ekkert svar barst frá forsetafrúnni þegar hún var beðin um aðstoð. Dorrit virðist annaðhvort vera "litlasta sál Íslands" sem sendur nákvæmlega á sama um framtíð heimsbyggðarinnar, eða alltof upptekin af því að sýsla með "stórasta" steinaglingrið sitt til að vilja leggja hönd á plóginn í friðarmálum.

Forsetafrúin hlaðin glingriÁ svona fólk heima á Bessastöðum í forsæti fyrir litla og friðsama þjóð? Á því heimili sem ætti að vera friðarviti heimsins. Sem ætti að lýsa týndu sauðum mannkyns veginn til friðar og velsældar.

Fólk eins og Dorritt sem dansar trylltan darraðadansinn um gullkálfinn hlaðið uppfyrir haus af tilgangslausu prjáli og hjartalausu skarti. Fólk sem setur kalda og líflausa steina í öndvegi og æðra framtíð mannkyns?

Myndin að ofan er af bláum demant sem skransala Dorrittar í London keypti á uppboði fyrir £3.910.000 sterlingspund eða rúmar 735 milljónir Íslenskra króna á genginu þann 27.12.08. 

Steinaruslið er læst niður í skúffu Dorrittar í London og enginn fær að líta "dýrðina" augum nema "legitimate hard-nosed business clients". Heimild: TimesOnline.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Hvað með það þó hún kaupi einhvern demant ef hún hefur efni á því .

'eg er allavega stoltur af henni sem forsetafrú ,það er ekkert létt verk skal ég segja þér að koma til Íslands og verða forsetafrú í einu vettfangi hjá þjóð sem hún þekkti lítið .Ég segi nú bara skammastu þín bara og hugsaðu um að ráðast á fólk sem á  það skilið:

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 27.12.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ummæli þín dæma sig sjálf. Ég skammast mín bara nákvæmlega ekkert fyrir að deila á þetta prjál og glingur og þá staðreynd að demantsdrottningin þín svaraði ekki kurteislega orðuðu erindi sem sent var til hennar á Bessastaði um hjálp til Mið Austurlanda. Hún hafði ekki einu sinni þá kurteisi til að bera að svara bréfinu. Það er furðulegt að þú sért stolltur af svona höfðingjum sem hafa hvað "stórast" dansað í kringum útrásarsvindlarana sem settu þjóðina á hausinn.

Ástþór Magnússon Wium, 27.12.2008 kl. 14:17

3 identicon

Það er alveg merkilegt hvað svona skítseiði eins og þú Ástþór endist til að kasta steinum úr glerhúsi

FG (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

FG. Takk fyrir þetta nafnlausa innlit þitt. Þú getur kallað mig skítseiði en það breytir ekki því sem ég hef sagt hér að ofan. Þær skrautlegu uppákomur sem hafa viðgengist á Bessastöðum undanfarin ár eru fjölsyldunni þar til skammar og misnotkun á forsetaembættinu. Demantsdrottningin og hennar fólk á að sjá sóma sinn í að víkja áður en það gerir meira í buxurnar þarna. Kíktu á þessa grein sem ég skrifaði um dansinn þeirra.

Ástþór Magnússon Wium, 27.12.2008 kl. 14:58

5 Smámynd: Jónas Jónasson

Ja Ísraelar hafa nú numið Íslenskt land og mætti það segja að okkar virðulegi forseti sé strengjabrúða í hennar höndum þegar hann er spurður um sitt álit á ástandinu í miðausturlöndum.

Ólafur Ragnar er óhæfur í þetta embætti og þetta embætti er engum til gagns. 

Jónas Jónasson, 27.12.2008 kl. 15:14

6 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Embættið gæti verið til gagns. Það liggja stór tækifæri í Íslenska forsetaembættinu eins og ég hef rakið á vefnum forsetakosningar.is. Það væru mistök að leggja embættið niður.

Ekki blanda saman spilltum pólitíkus sem sölsaði undir sig embættið með óheiðarlegri kosningabaráttu og sviknum kosningaloforðum, og hinsvegar sjálfu embættinu. Við þurfum að losna við skúrkinn og demantsdrottninguna hans og þá er hægt að fara að spá í góða hluti með forsetaembættið.

Ástþór Magnússon Wium, 27.12.2008 kl. 15:18

7 Smámynd: Jónas Jónasson

Það er rétt hjá þér gæti verið til gagns og gæti jafnmikið verið til ógagns.

Okkur ber fyrst og fremst skylda til að hugsa um okkar eigin innanríkismál ekki annara.

Jónas Jónasson, 27.12.2008 kl. 15:26

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svona skrif þjóna ekki þeim tilgangi er þú ætlar þeim Ástþór. Þú ætti frekar að eyða tíma þínum og kröftum í að íhuga hvers vegna þú hefur ekki notið meira fylgis meðal Íslensku þjóðarinnar, í þessu brölti þínu undanfarin ár, en raun ber vitni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.12.2008 kl. 22:14

9 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Axel, hvaða tilgangi heldur þú að ég ætli þessum skrifum? Ég er ekki, hef ekki og verð aldrei þátttakandi í falsri vinsældarkeppni. Ég mun aldrei taka upp tvöfeldnina sem einkennt hefur stjórnmálamenn samtímans.

Ástþór Magnússon Wium, 28.12.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband