Nafnlausir "harðjaxlar"!

Óradís, einn nafnleysinginn á malefnin.com skrifar: "Ástþór er bara greinilega viðkvæmari en gengur og gerist meðal okkar harðjaxlanna hér á vefnum... Þegar maður hins vegar reiðist getur maður samt auðvitað blindast og í þessu máli hefur okkar ágæti Ástþór t.d. greinilega orðið staurblindur af reiði og misst skapstillinguna... Ég mæli með því að við hlífum Ástþóri við þrasi"

Eru harðjaxlar farnir að fela sig bakvið grímur og nafnleysi? Er það nýja Ísland? Ég get fullvisað Óradís um að ég sit hér í rólegheitum og afslöppun í ágætu jólafríi og við fulla sjón, þótt ég ætli ekki að sitja áfram undir rógburði, upplognum sökum og ofbeldishótunum slúðurberanna á DV malefnin.com.

Áhugavert verkefni sagnfræðinga framtíðarinnar, að skoða hvernig Gróa á Leiti fór á taugum á innan við 3 dögum eftir að ég kærði til lögreglunnar. DV hljóp í felur og tók merkið sitt af vefnum fyrr í dag. Eftir standa lepparnir undir dulnefni. Ég lofa ykkur ágætu landsmenn að svæla þá einnig úr grenum sínum með ágætri aðstoð sýslumannsins á Ísafirði og lögreglunnar í Reykjavík.

Hver veit nema að ég og frúin geti farið í góða heimreisu næsta sumar á kostnað nafnleysingjanna. Voru ekki nýlega dæmdar 800þúsund krónur á eina ærumeiðingu á bloggsíðu? Þessar 66 ærumeiðingar sem ég kærði í vikunni ættu því að hala inn rúmar 50 milljónir frá malefnin.com. Ég bíð spenntur með skaðabótastefnuna eftir upplýsingunum um hvar moldvörpurnar er að finna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kýs að vera "nafnleysingi" en það er ekki þar með sagt að ég hafi sérstakann áhuga á ærumeiðingum . Gangi þér vel Ástþór .

Júrí (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 23:25

2 identicon

Þú ert Búinn að Vera Duglegur í Gegnum Tíðina Ástþór og hefur sett þitt mark á Þjóðina

Haltu áfram á þeirri braut þannig Færðu virðingu

Haltu virðingu þinni og eyddu kröftum þínum með okkur að hreinsa spillingaröflin burt

Þú ert Kraftmikill maður það veit ég

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Ég óska þér alls hins besta Ástþór jóla kveðjur til ykkar

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 19.12.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég sé að þú ert mikill aðdáandi Málefnanna.

Theódór Norðkvist, 19.12.2008 kl. 00:15

5 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Mér var að berast þessi póstur frá jonageir@gmail.com:

Sæll Ástþór.

Auðvitað er þessi framkoma fólks á Málefnin.com til háborinnar skammar, og skil vel að þú sért búinn að fá meira en nóg. Enda bráfyndið ef að þeir sömu og eiga að meta hvort að skrifin um nafngreinda einstaklinga eru boðleg, stjórnendurnir, eru ekki tilbúnir að inna sín störf af hendi nema í felum, vegna hræðslu við aðra þar, er ekki við góðu að búast. Nema þá að þú ert í rétta liðinu, Baugsliðinu.

Fróðlegt væri fyrir þig að gera samanburð á td. hvort að viðlíka ummæli hafa leyfst um Jón Ásgeir, Jóhannes í Bónus og Ingibjörgu Sólrúnu og hins vegar Davíð Oddsson, Jóni Gerald og Jónínu Benediktsdóttur? Með ólíkindum að þau 3 síðastnefndu hafi ekki fyrir löngu verið búinn að taka það skref sem þú ert búinn að taka núna.

Ástæðan fyrir spurningunni er sú að Baugsgengið nýtur friðhelgi og þeir sem hafa eitthvað við þau að athuga eru samstundis gerðir brottrækir. Það má auðveldlega sjá með samanburðinum.

Baugur á Málefnin.com sem er leppuð af æskufélaga Jóns Ásgeirs, Guðmundi Hjartarsyni kallaður Dommi. Hann var td. aðstoðarökumaður Jóns Ásgeirs í Gummball3000, rally auðkýfinga hringinn í kringum hnöttinn. Hann rekur lítið tölvufyrirtæki Netheimur.ehf sem er þekkt fyrir að hafað hýst alla tölvupósta Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar sem svo heppilega "týndust" allir daginn sem yfirvöld ætluðu að sækja þá vegna rannsóknar Baugsmálsins.

Netheimur.ehf vistaði einungis tölvupósta þessara 2 manna af öllu Baugsveldinu, meðan aðrir voru vistaðir í traustari fyrirtæki. Traustvekjandi?

Það er athyglisvert að DV er búið að henda lógóinu af hausnum, og spurning hvort að þeir eru líka hættir að reikna sér til tekna allar innkomur á Málefnin.com til að falsa innlitstölur á DV.is?

Gangi þér vel í að fá löngu tímabæra niðurstöðu á hvað er hægt að komast upp með varðandi níð og róg á vefnum.

Annars. Ert þú ekki þetta hræðilega hættulega afl sem Reynir hinn ósannsögli var að missa allt í buxurnar yfir? :-)

Kv.

Ástþór Magnússon Wium, 19.12.2008 kl. 00:29

6 Smámynd: Diesel

Ég er nafnleysingi hér enþá, en er samt ekki hér til að vega að mönnum. Þú hefur nú gert margt gott í gegnum tíðina. Stundum hefur mér fundist þú vera hálfgerður rugludallur, en ég tók þá skoðun til baka þegar þú, einn fárra, gerðir þér grein fyrir því hvað myndi hljótast af því að vera á lista "staðfastra þjóða" og að taka þátt í fanga og sprengjuflutningi.

Diesel, 19.12.2008 kl. 00:50

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Á google fann ég þetta um bréfið og vin þinn.

Ólafur Þórðarson, 19.12.2008 kl. 00:59

8 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Veffari, enginn vinur minn aðeins email sem kom til mín. Eru málefnin.com farin að bíta í rassinn á sjálfum sér?

Ástþór Magnússon Wium, 19.12.2008 kl. 01:14

9 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Það voru að koma meiri upplýsingar frá jonageir@gmail.com:

Sæll Ástþór.

Gott að pósturinn hefur ýtt aðeins við stjórnendum og hagsmunagæslumönnum Baugslygaveitunnar. Sýnist þeir vera langt komnir að fara á lýmingunum yfir málinu þínu. Set hérna smá skýringar með hvernig kaupin gerast á eyrinni á Málefnin.com ef þú sættir þig ekki við sóðaskapinn sem fylgir Baugsvarnarliðinu undir nákvæmri handleiðslu stjórnenda sem einnig skrifa á ýmsum nikkum á vefnum, og hvernig þeir fá að skíta út þá sem eru ekki rétttrúaðir á fagnaðarerindi Baugsmanna og teljast til Baugsóvina.

Hérna hefuru ástæðu þes að mér var meinað að tjá minn hug um Baug og málefni tengd þeim, sem og að ég gagnrýndi stjórnendur fyrir augljósa hlutdrægni í stjórnun, og ýmis brot þeirra á málverjaboðorðum. Ég gagnrýndi sérstaklega hvernig ákveðnir aðilar, starfsmenn Baugs fengju að nýða nafngreinda aðila eins og td. Davíð Oddsson. Fremstur fer þar nikkið rimryts, sem td. fullyrti að Davíð væri kókaínneytandi, geðsjúklingur, glæpamaður os.frv. Eitthvað sem þú hefur kynnst ágætlega líka vegna þess að þú hefur gagnrýnt Baugsforsetann Ólaf Ragnar Grímsson opinberlega .

Netheimur/Málefnin.com lokuðu á ip-töluna mína stuttu eftir að allt fór hausinn í þjóðfélaginu. Þá hafði ég verið bísna duglegur að gagnrýna Jón Ásgeir og hina óreiðumennina. Fyrst lokuðu þeir í 3 sólarhringa og síðan í 1. Auðvitað könnuðust þeir ekki við neitt og mér var hótað af stjórnanda að ef ég myndi ekki birta afsökunarbeiðni fyrir að ljúga upp með lokunina, þá myndi það hafa sínar afleiðingar fyrir mig seinna. Ég svaraði þeim því að ég lygi ekki fyrir stjórnendur og eigendur Málefnin.com

Þessir linkar sýna á hverju gekk:

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=108935&st=0 Innlegg No. 1

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=108935&st=10 Innlegg No. 13

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=108935&pid=1357148&st=10&#entry1357148 Innlegg No. 19

Þeir voru fljótir til með að efna loforðið. Ég fékk mánaðarbann að kalla útrásarskúrkana," útrásargerpi." Það var það grófasta sem ég hafði náð að láta frá mér á prenti. Þú þekkir örugglega hvað hefur verið skrifað að undanförnu, og ma. hef ég séð gerpis orðið notað og fengið að standa óáreitt, enda skrifað af rétttrúuðum. Davíð er drykkjusjúklingur er eitt að því sem mikið hefur verið skrifað um að undanförnu, og náttúrulega geðbilaður.

Þegar banninu lauk, þá voru stjórnendur búnir að ljúga þeirri ástæðu til að ég hefði brotið einhverjar reglur á meðan banninu stóð. Afar fyrirsjáanlegt. Ég bað um einhverjar sannanir sem mér var neitað um.

Gangi þér sem best, kv.

Ástþór Magnússon Wium, 19.12.2008 kl. 03:22

10 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Það er ekkert hæft í þessum áburði, margendurtekin lygaþvæla og tilhæfulausar svívirðingar, og þessvegna hef ég kært það til lögreglunnar. Ég hef alltof lengi látið þennan rógburð viðgangast án þess að svara fyrir mig.

Ég hef beðið lögreglunna að kanna hverjir höfundarnir eru. Mér skilst að sumir á malefnin.com séu með uppí 100 notendanöfn. Þannig að það er ekki enn vitað hve margir einstaklingar eru raunverulega á bakvið þetta.

DV hefur einnig verið duglegt við að bera á mig rangar sakir og skrifa um mig lygasögur. Það eru tugir slíkra ærumeiðinga sem hafa birst í því blaði. Ég hef unnnið meiðyrðarmál gegn blaðinu þótt ég hafi ekki stefnt inn nema litlum hluta af þessu enn sem komið er.

Tómatsósumál, líklegast hefur þú ekki náð púnktinum í því, vegna afbökunar fjölmiðla. Ég mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í hvítri skyrtu ataðri RAUÐRI tómatsósu til að vekja athygli á því að verið var að reyna dæma mig í 16 ára fangelsi og málið tekið þarna fyrir í Héraðsdómi SAMA DAG OG 4000 MANNS, SAKLAUST FÓLK, BÖRN OG GAMALMENNI ÞAR Á MEÐAL, VORU DREPNIR MEÐ BlÓÐUGUM LOFTÁÁRUSUM Í ÍRAK MEÐ STUÐNINGI ÍSLENDINGA!

Spáðu einnig í það að mín mótmæli í Héraðsdómi voru framsett á friðsaman og táknrænan hátt án þess að veitast að nokkurri annarri manneskju.

Ástþór Magnússon Wium, 19.12.2008 kl. 19:51

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þú hefur mína samúð Ástþór enda varð ég sjálfur fyrir barðinu á dótinu sem sér um málefnin, þó það sé nú barnaleikur einn samanborið við það sem þú hefur fengið á þig. Þessi eitraða óværa að vestan sem hefur komið til tals í þessu sambandi er stundum að glamra hér á bloggunum og reyni ég eftir megni að forðast það sem hún mígur utan í og gildir þá einu þó um bloggvini mína og félaga í kjötheimum sé að ræða.

Baldur Fjölnisson, 19.12.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband