Ónýta flokkadraslið tefur fyrir - Loddaralausnir

Þjóðin ætti að átta sig á að ónýta flokkadraslið á Alþingi tefur fyrir umbótum. Engu máli skiptir hver þeirra situr í stjórn, hugmyndafræðin er ónýt. 

Loddarar setja fram svokallaðar lausnir til að freista þess að ná aftur völdum. 

Við þurfum algera uppstokkun. Jafnvel að leysa upp og banna gömlu flokkana eins og hver önnur hryðjuverkasamtök. 

Ég vil leggja slíkan grunn á Stjórnlagaþingi. Framboð mitt er Nr. 7176. Nánar á: www.austurvollur.is


mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þær eru skrítnar þessar fyrirhugaðar stjórnlagaþingkosningar. Það er hvergi tekið fram hvort þær eigi að vera bundnar eða óbundnar.

Svo vill maður kjósa 26 jafngilda einstaklinga og eins það er með allan texta eða stafi  að þá verður maður að byrja á einhverju fyrst og þá er allt í einu einhver komin í fyrsta sætið og maður er óviljandi búinn að gefa honum verðmætara atkvæði þó maður ætli það ekki.

Og svo er sá sem fær flest atkvæði orðin maður fólksins með fleiri tugi þúsunda atkvæði.  Og getur stofnað flokk. Og svo verða allt í einu komnir 26 flokkar í staðin fyrir fjórflokkinn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.11.2010 kl. 21:49

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Málið er að leggja niður flokkakerfi í núverandi mynd og taka upp beint og milliliðalaust lýðræði.

Ástþór Magnússon Wium, 1.11.2010 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband