Brjáluð og vanhæf stjórnsýsla

Sífellt kemur betur í ljós hve vanhæf og snarbrjáluð stjórnsýslan er undir forystu tveggja fjórflokkanna.

Ríkisstjórnin er algerlega úti á túni og ráðherrarnir með hausana í mykjuhaug spillingar. 

Stjórnleysið í sumum skilanefndum bankanna virðist algert. 

Út úr þessu leikhúsi vitfirringana á Íslandi rísa bankaræningjarnir uppúr rústunum eins og ekkert hafi í skorist og endurreisa stærstu fyrirtæki landsins með þýfi sem þeir stálu af þjóðinni.

Jón Ásgeir situr í stjórnum erlendra fyrirtæki fyrir hönd ríkisvaldsins. Ólafur Ólafsson fékk fyrirgreiðslu og tekið á móti þýfi frá honum í endurreisn Samskip. Bakkabræður stýra enn stærsta símafyrirtæki landsins. Bónusfeðgar eru á sérkjörum um að halda stærstu verslunarkeðjunni.   

Geta asnarnir í ríkisstjórninni og á Alþingi ekkert lært? Hversvegna hefur enginn þingmaður borið upp þá tillögu að þjóðnýta fyrirtækin sem voru byggð upp með stolnu fé?


mbl.is Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll, þú gleymdir Björgólfi. Það eru margir asnar á þingi sem langar að ríkisstyrkja nýtt gagnver hjá honum með skattaafsláttum og vildarkjörum á rafmagni.

Jón Pétur Líndal, 14.5.2010 kl. 12:49

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já hvers vegna, það er umhugsunarefni hvers vegna það hefur ekki enn verið gert.

Guðmundur Júlíusson, 14.5.2010 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband