Múgsefjun í kjörklefa vandamálið

Áhugaverð ummæli ummæli eru höfð eftir utanríkisráðherra Noregs um ástandið á Íslandi.

Það er áhyggjuefni hvernig eðlileg framganga lýðræðis er hindruð á Íslandi með múgsefjun, flokkadýrkun og misnotkun fjölmiðla. 

„Íslendingar hafa í hverjum kosningunum á fætur öðrum frá árinu 1991 kosið stjórnmálastefnu sem hefur leitt til þess að landið er nú í þessari stöðu. Ég viðurkenni, að Íslendingar sáu þetta ekki allir fyrir en í lýðræði ber fólkið sjálft ábyrgð á þeirri stjórnmálastefnu sem það kýs. Ég vil ekki að norskir skattgreiðendur verði látnir borga þennan brúsa..." segir Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs.

Beint og milliliðalaust lýðræði myndi á svipstundu hreinsa út spillingu á Alþingi og grafa undan ægisvaldi fjórflokkanna. Fólkið í landinu færi þá sjálft með völdin og fýlugjarnir stjórnmálamenn gætu setið heima án þess að það hefði veruleg áhrif á vegsæld þjóðarinnar.

Ég minni á stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar sem bauð þér frelsi undan oki fjórflokkanna:

Þitt atkvæði á þing!

 

Lýðræðishreyfingin veitir þér frelsi:


  • Þú færð atkvæðisrétt á Alþingi: Þú getur tekið þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum Alþingis í gegnum rafrænt Almannaþing óskir þú þess. Láttu ekki blekkja þig til að afsala fullveldi þínu næstu fjögur árin til flokkseigendafélaga og mútuþægra stjórnmálamanna.
  • Sækjum þýfið sem útrásarvíkingarnir stálu af þjóðinni: Við viljum nota öll tiltæk lög m.a. hryðjuverkalög eins og bretar gerðu gegn Landsbankanum, til að gera útrásarvíkingana óstarfhæfa hvar sem er í heiminum og fá þá framselda hingað til lands. Þetta viljum við gera strax því þá byrja ormagryfjurnar þeirra að opnast fyrir alvöru. Við viljum síðan sækja þá fleiri hundruð milljarða sem þeir stálu af þjóðinni. 
  • Markaðssetjum Ísland sem land tækifæranna: Við viljum setja upp markaðsskrifstofu með 200 manna vandlega völdu fólki úr atvinnuleysisskránni til að markaðssetja Ísland um allan heim og laða hingað til lands víðtæka erlenda starfsemi sem skapar störf og gjaldeyristekjur.
  • Jöklabréfin sem fjárfestingasjóður: Við viljum umbreyta jöklabréfunum í innlendan fjárfestingasjóð atvinnulífsins til að minnka þrýstingin á krónuna og fá erlendu fjárfestana með í uppbyggingingarstarfið.
  • Hagræðing án skattahækkana: Við viljum hagræða í stjórnsýslunni til sparnaðar um leið og atvinna og tekjur eru auknar með nýrri atvinnustarfsemi. Við viljum ekki skattleggja venjuleg heimili sem nú þegar berjast í bökkum.
  • Endurbyggjum bankakerfið með erlendri þátttöku: Við viljum fá hingað til lands færustu hagfræðinga heims eins og George Soros til aðstoðar við endurskipulagningu hagkerfisins og tengja fjármálastofnanir okkar við erlenda fjármálamakraði. Þannig komum við í veg fyrir annað bankahrun.
 
mbl.is Ekki frekari lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Heyr heyr.

Hamarinn, 7.3.2010 kl. 11:26

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Jonas Gahr er ekki svo galinn. Auðvitað er þetta múgsefjun 93%. Gerist ekki betra nema þegar Stalín taldi atkvæðin sjálfur upp úr kjörkössunum.

Gísli Ingvarsson, 7.3.2010 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband