Laumuhluthafar úr spilltasta greni landsins

owen-arthur-switzerland-bank_761259.jpgÞegar ég vakti athygli á því fyrir rúmum tíu árum að Framsóknarflokkurinn væri spilltasta greni landsins var ég nánast ofsóttur fyrir og kallaður öllum illum nöfnum.

Hvernig Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra og Ólafur Ólafsson í Samskip (búktalari Framsóknarflokksins) stálu Búnaðarbankanum af þjóðinni með lygasögu um erlendan banka sem kjölfestufjárfesti og síðan breyttu í eina stærstu Ponzí svikamyllu í mannkynssögunni, nálgast líklegast heimsmetið í fjársvikum.

Finnur Ingólfsson komst til áhrifa í Framsóknarflokknum með smölun inná lítinn félagsfund hjá flokknum. Lýðræði er með þeim hætti innan Framsóknarflokksins að atkvæðin sem komu honum til valda voru fáeinir tugir. Finnur misnotaði síðan áhrif sín í stjórnmálum til að breyta lögum og reglum og greiða fyrir því að geta sölsað undir sig góð fyrirtæki í ríkiseigu.

Þjóðin hefur tapað fleiri hundruð milljörðum á óheiðarleika Finns Ingólfssonar og helstu samstarfsmanna hans Ólafs Ólafssonar og Þórólfs Gíslasonar. Þessir menn notuðu Framsóknarflokkinn með ósvífnum hætti til að ryksuga meðal annars fjárhislur Búnaðarbankans og eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga.

ÞjófurNú er talað um að afskrifa nær fjóra milljarða vegna einkafélags Finns Ingólfssonar. Hann er stikkfrí frá allri ábyrgð á að skila þýfinu því Finnur naut sérkjara Framsóknarmanna, hafði "license to steal" frá ríkisstjórn Íslands og þurfti ekki einu sinni að ábekjast víxilinn þegar hann gekk með peningana úr bankanum.

Hver verður framhaldið? Mun það komast upp eftir einhver mánuði eða ár þegar Framsóknarklærnar ná aftur hreðjartökum á þjóðfélaginu, að bankaræningjarnir Finnur og Ólafur lifa góðu lífi sem laumuhluthafar Arion banka í gegnum erlenda vogunarsjóði?

Hversvegna þessum mönnum er ekki stungið í fangelsi og illa fengnar eignir þeirra gerðar upptækar er mér algerlega óskiljanlegt.  Á meðan þjóðin velur sömu spillingaröflin til að stjórna landinu gerist náttúrlega lítið af viti.

Milljarða skuld Finns líklega afskrifuð


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Og ekki skil ég það heldur.

En er kanski ástæðan sú, að samtrygging og samsukk stjórnmálamannanna er svo mikið og stórt, að engin þorir að gera neitt?

Sveinn Elías Hansson, 28.2.2010 kl. 23:00

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Nákvæmlega! Fólkið í landinu virðist eins og sauðir leitt til slátrunar.

Ástþór Magnússon Wium, 28.2.2010 kl. 23:09

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ástþór - það er einmitt þessi skoðun þín - þetta álit þitt að fólkið í landinu séu sauðir - sem hefur hvatt þig til framboða aftur og aftur -

Ég hefði haldið að árangur þinn í þeim kosningum hefði átt að nægja til þess að gera þér það ljóst að svo er ekki. Íslendingar eru frábært fólk.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.3.2010 kl. 01:16

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Tek undir ALLA þína gagnrýni á Finn Kristinsson, óeðlilega spiltur karakter og ímynd Framsókn verður ávalt tengt við SPILLINGU & helmingaskipti eftir aðkomu hans & annara siðblindra manna sem tengjast X-B.  Ég er þér hjartanlega sammála þegar þú segir m.a.:"Þjóðin hefur tapað fleiri hundruð milljörðum á óheiðarleika Finns Ingólfssonar og helstu samstarfsmanna hans Ólafs Ólafssonar og Þórólfs Gíslasonar. Þessir menn notuðu Framsóknarflokkinn með ósvífnum hætti til að ryksuga meðal annars fjárhislur Búnaðarbankans og eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga."

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 1.3.2010 kl. 09:53

5 Smámynd: Aliber

Ástþór, það var ekki skilyrði að hafa erlendan banka með í kaupunum á Búnaðarbankanum. En hann var þó með og þýskur fulltrúi bankans sat í stjórn Búnaðarbankans í 2 ár. Það þykir mér helvíti langsótt lygasaga.

Vert að benda á það að það hafa um það bil 0.kr. lent á þjóðinni vegna Ólafs Ólafssonar og fyrirtækja tengdum honum. Engar skuldir afskrifaðar og öll lán í skilum.

Þessi lygasaga umað þjóðin þurfi að borga eitthvað vegna Ó.Ó er innantómt bull.

Afskriftir vegna gjalþrots hlutafélags Finns falla á lánadrottna Arion sem eru einmitt ekki Íslendingar. 

Giftarævintýrið er mjög gruggugt og eðlilegt að það verði skoðað, en það að þessir menn hafi kostað þjóðina fleiri milljarða er fjarri lagi...

mbk,

Aliber, 2.3.2010 kl. 13:47

6 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Aliber, þetta er nú heldur betur að snúa hundsroðinu! Ólafur Ólafsson & Co komast ekkert undan þeirri staðreynd að hafa mergsogið fleiri sjóði hérlendis, spilað með peninga Kaupthings eins brjálaðir menn í Las Vegas spilavíti, að ógleymdu því að hann fékk Samskip uppí hendurnar með því að nota sér fyrirgreiðslupólitíku Framsóknararflokksins. Ég get haldið áfram hér því af mörgu er að taka þegar saga þessa manns og hins spillta Framsóknarflokks er skoðað.

Ástþór Magnússon Wium, 2.3.2010 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband